Hamar vann sannfærandi sigur á Laugdælum í 1.deild kvenna í gær, 93-32 þar sem aldrei var spurning um úrslit leiksins. Íris Ásgeirs var með flottar tölur, 41 stig og 11 fráköst, Marín skoraði 10 stig, Dagný Lísa 8, Margrét Arnars, Álfhildur og Jenný skoruðu 7 stig hver, Freyja Fanndal 5, Rannveig 3 og þær Helga og (Katrín) skoruðu báðar 2 stig. Sunnlenskt yfirbragð var á leiknum en allir leikmenn og dómarar voru sunnlenskir og ljóst að lið Laugdæla hefur tekið miklum framförum í vetur á sínu fyrst ári í deildarkeppni.

Næsti leikur stúlknanna er 24. febrúar á móti Breiðablik úti.