Hið árlega páskasund hjá sunddeildinni fór fram í dag. Mikil stemning var hjá sundkrökkunum og gleðin allsráðandi á æfingunni og allir skemmtu sér konunglega. Það er alltaf mikil eftirvænting fyrir páskahappadrættinu en þá eru nöfn iðkenda sett í pott og einn heppinn dreginn út sem hlýtur stórt páskaegg. Í ár var það Sandra Kristín sem hlaut það. Hinir iðkendurnir fóru þó ekki tómhentir heim eftir æfinguna því allir fengu lítið páskaegg að gjöf frá sunddeildinni. Síðasta æfing fyrir páskafrí verður þriðjudaginn 16. apríl.