Hamarsmenn heldu svalasta blakmót ársins. Kjörísmót 2019!

Metskráning var á hraðmóti í blaki, Kjörísmót 2019, haldið af blakdeild Hamars síðasta laugardag. 40 lið mættu til leiks, þar af 8 karlalið og 32 kvennalið. Karlarnir kepptu í Hamarshöllinni í Hveragerði en konurnar í Iðu á Selfossi. Mótstjóri var Barbara Meyer, formaður blakdeildar Hamars og var hún afar ánægð með mótið: „Við höldum þetta trimmmót árlega. Kjörís er styrktaraðilinn okkar og allir félagsmenn taka þátt að gera þetta mót glæsilegt í alla staði. Mætingin var 7.30 bæði í Hamarsjöll og í Iðu og um leið og húsin voru opnuð streymdu blakararnir inn með bros á vör. Kjörísmótið er mjög vinsælt mót enda seinasta mót fyrir Öldungamót og vilja mörg lið koma til okkar til að taka lokaæfingu fyrir það. Í ár var gífurleg skráning hjá okkur. Alls kepptu 40 lið og komust því miður færri að en vildu. Í fyrra spiluðu 28 lið, þannig í ár voru 12 lið fleiri eða 30 % aukning. Keppt var í einni karladeildinni en fjórum kvennadeildum.  Massabland sigraði karladeildinni en Polska var í öðru sæti og Fylkir í því þriðja.

Keppt var í fjórum kvennadeildum. Það var Álftanes-A  sem sigraði 1 deild kvenna, Alftanes vann 2. deild, Hrunamenn 3. deild og Polska kvk sigraði 4 deild kvenna.

Alls mættu þrjú  pólsk lið til okkar, þannig við vorum mjög alþjóðleg í ár, sem er bara frábært. Það fengu allir frían ís frá Kjörís áður en þau lögðu heim á leið með bros á vör. Umfjöllum um Kjörísmótið hefur verið afar góð og eru menn og konur sammála um að Kjörísmótið er svalasta og vinsælasta trimmmót ársins“.

Fyrsta Kjörísmót var haldið 1999 svo að um 20 ára afmæli var að ræða. Verðlaunin eru ávallt hefðbundin, blóm og ís frá Hvergerði. Veitt eru verðlaun fyrir fyrsta og annað sæti í öllum deildum.

Kjörísmótið er fastur liður í undirbúningi fyrir Öldungamót sem fram fer í lok apríl í Keflavík og er stærsta blakmót á árinu. Þar eru 161 lið skráð í ár og má eiga von á um tæplega 2000 blökurum.

Hrunamenn unnu 3. deild kvenna