Á aðalfundi blakdeildar Hamars í gær fór fram stjórnarkjör en formaðurinn Kristín H. Hálfdánardóttir gaf ekki áfram kost á sér sem stjórnarmaður. Karen Ragnarsdóttir gaf ekki heldur kost á sér í stjórn og þurfti því að manna tvö stjórnarsæti fyrir komandi vetur.
Barbara Meyer er nýr formaður deildarinnar og í stað Karenar kemur Greta Sverrisdóttir en báðar hafa spilað með félaginu um árabil.
Hermann Ólafsson, Hörður Reynisson og Hugrún Ólafsdóttir halda áfram í stjórninni en kosið er til eins árs í senn.