Blakmaður Hamars árið 2018 er Baldvin Þór Svavarsson

Baldvin er með eindæmum jákvæður og hvetjandi leikmaður og leggur sig alltaf fram fyrir liðið. Hann mætir alltaf á æfingu ef hann mögulega getur og hann hefur tekið gríðarlegum framförum í blaki frá því hann byrjaði að æfa með liðinu. Jákvætt og hvetjandi hugarfar Baldvins er ekki einungis smitandi og hvetjandi fyrir þá sem spila með honum heldur alla sem hann svo mikið sem talar um blak við, slíkur er áhuginn. Baldvin leikur með 1. deildar liði Hamars sem er í toppbaráttunni í næst efstu deild og hefur hann á skömmum tíma orðið einn af mikilvægustu leikmönnum liðsins.