8-liða úrslit Kjörísbikarsins fara fram um næstu helgi og á sunnudaginn kl. 16:00 fær karlalið Hamars þrefalda meistara KA í heimsókn.
Skemmtilegur vinkill á leikinn er að fyrrum leikmaður Hamars, Sigþór Helgason, er einn af lykilleikmönnum KA-liðsins og verður gaman að fá hann aftur í heimsók í Skólamörkina.

Við hvetjum alla áhugamenn um íþróttir til að mæta á flugeldasýninguna á sunnudaginn en frítt er á leikinn.