Krakka og unglingablak

Seinasta vetur bauð blakdeild Hamars uppá blakæfingar fyrir krakka og unglinga. Um 25 krakkar komu á æfingar og skipt var í eldri og yngri hóp.

Í vetur býður Blakdeild Hamars uppá aftur uppá æfingar í tveimur aldursflokkum á eftirfarandi dögum:

Mánudaga og miðvikudaga í Hamarshöllinni:
15:00-16:00- 11 ára og yngri  (3. og 4. flokkur)
16:00-17:00- 12 ára og eldri   (5. og 6. flokkur)

 

Æfingar hefjast mánudaginn 9. september.

Þjálfari í vetur er Guðbergur Egill Eyjólfsson. Guðbergur Egill lék blak með HK, ÍS og KA og með landsliðum Íslands 1990-1999.  Hann varð m.a. nokkrum sinnum Íslands- og bikarmeistari með HK og ÍS. Guðbergur er nýfluttur í Hveragerði og mun jafnframt þjálfa meistaraflokka Þróttar í Reykjavík, karla og kvenna. Netfang þjálfara: hleskogar@hleskogar.is. Gsm : 863-3112

 

Blak er  skemmtileg íþrótt sem stunduð er um allt land.  

Opnir kynningatímar verða í byrjun og svo skráning á skráningardegi sem auglýstur verður síðar.

Nánari upplýsingar má sjá á www.hamarsport.is/blak.

Verið velkomin á blakæfingu.

 

Í eftirfarandi linkum á Youtube má sjá blak í sinni bestu mynd:

Brazil wins Women’s London 2012 Olympics: http://www.youtube.com/watch?v=mpRxavivngI

Mens volleyball final London Olympics 2012:  http://www.youtube.com/watch?v=ovujPi4vUQ4