Íþróttafélagið Hamar Hveragerði

Guðlaugssundi 2019 lokið

Guðlaugssundi 2019 er lokið!
Það voru sjö manns sem syntu að þessu sinni. 
Fimm fór heilt sund (6 km) og tveir fóru hálft!
Sara Ægisdóttir synti á bestum tíma 1:39,13 klst. sem er næst besti tíminn frá upphafi (2007).
Ægir Sigurðsson (faðir Söru) synti á 1:47,03 klst. 
Stefán Ólafsson synti á 1:55,47 klst. 
Guðjón Ernst Dagbjartsson synti á 1:58,00 klst. og María Clausen Pétursdóttir synti á 2:05,51klst.
Guðrún Ásta Ægisdóttir synti 4 km á 1:46,00 klst (3 km á 1:20,12 klst. og yngsti sundmaðurinn Guðjón Árnason synti 3 km á 1:17,20 klst.
Sundið gekk ljómandi vel, elsti sundmaðurinn var 40 ára og sá yngsti 13 ára.
Kunnum við sundfólkinu bestu þakkir fyrir!
Á myndinni er hluti af þeim sem syntu í dag: María, Sara, Stefán, Ægir og Guðrún Ágústa.