Guðlaugssundi 2019 er lokið!
Það voru sjö manns sem syntu að þessu sinni. 
Fimm fór heilt sund (6 km) og tveir fóru hálft!
Sara Ægisdóttir synti á bestum tíma 1:39,13 klst. sem er næst besti tíminn frá upphafi (2007).
Ægir Sigurðsson (faðir Söru) synti á 1:47,03 klst. 
Stefán Ólafsson synti á 1:55,47 klst. 
Guðjón Ernst Dagbjartsson synti á 1:58,00 klst. og María Clausen Pétursdóttir synti á 2:05,51klst.
Guðrún Ásta Ægisdóttir synti 4 km á 1:46,00 klst (3 km á 1:20,12 klst. og yngsti sundmaðurinn Guðjón Árnason synti 3 km á 1:17,20 klst.
Sundið gekk ljómandi vel, elsti sundmaðurinn var 40 ára og sá yngsti 13 ára.
Kunnum við sundfólkinu bestu þakkir fyrir!
Á myndinni er hluti af þeim sem syntu í dag: María, Sara, Stefán, Ægir og Guðrún Ágústa.