1x2_logoNú um helgina hefst loksins enska úrvalsdeildin eftir sumarhlé. 

Töluverðar breytingar hafa orðið á ensku liðunum og spennandi að sjá hvernig deildin spilast í vetur. Þar sem enski boltinn hefur löngum talist ein af þjóðaríþróttum Íslendinga, myndast um hverja helgi mikil spenna fyrir úrslitum leikja. Hefð hefur skapast fyrir að “tippa” á úrslit og eru menn og konur mis-getspök í þeim efnum, eins og gengur og gerist. 

Þeir sem tippa á leiki geta merkt við félagsnúmer á seðlunum sínum, hvort heldur á pappírnum eða á netinu, og með því að skrá 810 er verið að styðja við uppbyggingarstarf knattspyrnudeildar Hamars. Þeir sem tippa eru því hvattir sérstaklega til að merkja við 810 því hlutfall af hverjum keyptum seðli rennur til félagsins án þess að skerða vinningsupphæð, komi til þess. 

Hægt er að tippa á leiki inn á heimasíðu Íslenskra getrauna og er tengill inn á síðuna HÉR

Styðjum Hamar og merkjum við 810 á seðlinum.