Það er ljóst að það verður heimaleikur gegn Gústa og Valskonum þann 25. eða 27.janúar nk. í 4-liða úrslitum Powerade bikarsins. Dregið var í dag í höfðustöðvum Coka-Cola á Íslandi en í hinni viðureigninni mætast Snæfell og Keflavík í Hólminum. Enn á eftir að fastsetja leiktíma!

Hér má sjá viðtal við Gústa Björgvins um leikinn en hann býst við skemmtilegum leik og fullu húsi!

Hamar var eina liðið úr 1.deild í pottinum og því “minna” liðið í þessum leik en óskin var að fá heimaleik og nú er bara að sjá hvað stelpurnar okkar gera gegn sterku liði Vals-kvenna. Okkar stuðningsmanna er að fjölmenna og styðja við bakið á þeim! Áfram Hamar!

Hamars strákar lágu fyrir skotglöðu lið i FSu á föstudaginn, 101-87 á Selfossi þar sem okkar menn sáu á eftir 2 stigum með slælegri byrjun. Eftir fyrsta leikhluta var staðan 34-14 og ekki skal af FSu drengjum tekið að þeir hittu óhemju vel utan teigs, skoruðu í allt 17 3ja stiga og þegar á reyndi fékk Hollis 5. villu sína í 4. leikhluta og FSu silgdi sigrinum heim eins og áður sagði. Stig okkar settu Hollis 27/9 frák. Örn 26/8 frák. Þorsteinn Már 14, Oddur 10, Lárus 8 og Raggi 2.

Stelpurnar unnu svo á laugardaginn mikilvægan sigur á KFÍ sem er eina lið 1.deildar með útlending en það kom ekki að sök. Staðan eftir fyrstaleikhluta var 15-19 fyrir gestina en Hamar var yfir í hálfleik 37-32. Hamar vann síðari hálfleikinn 39-25 og höfðu að lokum 19 stiga sigur, 76-57 þar sem fyrriliðinn Íris Ásgeirs fór fyrir sýnu liði með frábærum leik og setti ma. flautu þrist í lok 3ja leikhluta. Íris setti 22 stig/10 fráköst og stal 5 boltum, Marín var með 16 stig og 15 fráköst, Jenný setti 16 stig einnig og Dagný 15 stig og 9 fráköst. Katrín var með 4, Helga Vala 2 og Álfhildur setti 1 stig en tók 7 fráköst og var með 6 stoðsendingar.

Hamar fékk Stjörnuna í heimsókn og nokkur spenna í húsinu í Hveragerði um það hvort liðið kæmist í 4-liða úrslit Powerade bikarkeppninnar í ár. Í ljós kom að Hamar var klárlega betra liðið þetta kvöld og uppskáru öruggan sigur 86-60 og Hamar fyrst liða í 4 liða úrslitin í ár.
 
Kjartan Stjörnu-þjálfari veikur heima en þær Súsanna, Kristín, Bára, Bryndís Hanna og Andrea í byrjunariði gestanna og ljóst á þeirra upphitun að nú skyldi landað sigri.
Hallgrímur stillti upp með þær Írisi, Marín, Álfhildi, Jenný og Dagný Lísu og Hvergerðingar nokkurð brattir fyrir leik eftir sigur í Ásgarði skömmu fyrir jól í deildinni.
 
Byrjunin var nokkuð jöfn og staðan 6-2 í nokkurn tíma eða þar til Stjörnustúlkur settu 2 þrista og komust yfir 6-7 og héldu þeim mun í 1.leikhluta 14-15. Nokkuð um mistök á báða bóga og smá spenna í stelpunum.
 
Eitthvað var boltinn að ganga betur í 2.leikhluta hjá heimastúlkum og þær höfðu frumkvæðið en alltaf komu Stjörnusúlkur til baka og þá helst með skotum fyrir utan. Hamarsstúlkur sýndu svo virkilega klærnar í lok leikhlutans og leiddu skyndilega með 10 stigum inn í leikhlé, 34-44. Hamar vann 2.leikhluta því 30-19 og voru komnar í gang.
 
3. leikhluti byrjaði eins og annar endaði með stórsókn Hamars kvenna og staðan orðin þækileg fyrir heimaliðið strax um miðjan leikhlutan og í raun aldrei spenna eftir það. Hamar vann þennan leikhluta 24-10 og síðasta leikhlutann einnig 18-16 þrátt fyrir að Marín væri komin með 5 villur snemma síðasta hlutann. Lokatölur reyndust því 86-60 Hamri í vil.
 
Kristín Fjóla var best Stjörnukvenna með 17 stig og 6 fráköst en Bryndís Hanna var einnig góð sem leikstjórnandi síns liðs en annars dreifiðst stigaskorið mikið hjá Stjörnustelpum.
Hjá Hamri var Íris Ásgeris með afbragðs leik og skoraði 25 stig, 5 stoðsendingar og 7 stolna bolta. Marín var með 20 stig og 10 fráköst, Katrín Eik 13 stig og 12 fráköst en aðrir minna.
 
 
Það er því ljóst að Hamar er fyrsta liðið í 4 liða úrslit Powerade bikarkeppninnar og bíður þar efalaust erfitt verkefni en hinir leikir 8-liða úrslitanna fara fram um helgina.
 
hamar-stjarnan01

Marín Laufey Davíðsdóttir er Körfuknattleiksmaður Hamars 2012.

Marín Laufey er 17 ára og spilar fyrir Hamar sem bakvörður og miðherji. Marín er fyrirmyndar íþróttamaður og hefur sýnt fádæma keppnisskap og áræðni eftir erfið meiðsli sem héldu henni frá köfuboltavellinum nánast allt tímabilið 2010-2011. Marín lék með meistaraflokki Hamars sl. vetur og vakti þar strax athygli þrátt fyrir ungan aldur og var að endingu valin í U-18 ára landslið Íslands til þátttöku á Norðurlandamót sl. vor þar sem hún var byrjunarliðsmaður í öllum leikjum.

Hún er til fyrirmyndar utan vallar sem innan og stundar íþrótt sýna að mikilli kostgæfni. Marín á að baki 40 mfl. leiki í Íslandsmóti og þar af 29 í efstu deild.

 

Fh. KKd.Hamars

Lárus Ingi Friðfinnsson