Nú þegar karlalið Hamars í fyrstu deild hefur spilað 2 leiki í deildinni og unnið þá báða, er liðið í 3ja sæti deildarinnar með 5 stig. Næsti leikur hjá körlunum er 11. nóvember gegn Stjörnunni á Álftanesi.

Kvennalið Hamars í 1. deild er í allt annarri stöðu þar sem liðið hefur tapað öllum 3 leikjum sínum það sem af er tímabils. Á fimmtudaginn kemur spilar liðið við Fylki sem er í neðri hluta deildarinnar líkt og Hamar. Þeikurinn hefst klukkan 21:00.

4.deildar lið kvenna hefur leik á sínu Íslandsmóti 4. og 5. nóvember, þegar liðið spilar 4 leiki á helgarmóti í Kórnum í Kópavogi.