Haustmótum HSK í blaki er nú lokið en þau voru haldin nú í vikunni.

Karlarnir voru fáliðaðir og misstu menn í meiðsli í miðju móti. Árangurinn var í samræmi við þessi skakkaföll því ekki frásögu færandi.

Hamar 1 í kvennaflokki varð hinsvegar hraðmótsmeistari HSK í kvöld. Þrátt fyrir erfiða kafla í sumum leikjum, tapaði liðið aðeins einni hrinu og vann öruggan sigur á mótinu með 11,5 stig. Hamar 2 hafnaði í 7. sæti með 4 stig.

Alls tóku 8 lið frá 4 félögum þátt í mótinu.