Kjörísmót hefur verið haldið frá árinu 1999 og er orðinn fastur liður í undirbúningi fyrir Öldungamót hjá mörgum liðum.

Verðlaunin eru hefðbundin frá okkar sjónarhóli séð, blóm og ís frá Hveragerði. Veitt eru verðlaun fyrir fyrsta og annað sæti í öllum deildum.

Þar sem liðum hefur fjölgað með hverju ári hefur verið nauðsynlegt að halda mótið í Þorlákshöfn og nú á Selfossi (Iða)

Árin 2013 og 2014 hefur mótið farið fram í Iðu á Selfossi og Hamarshöllinni í Hveragerði.

Aðalfólkið

Össur Björnsson formaður
Hugrún Ólafsdóttir gjaldkeri
Afgreiðsla íþróttahúss 483-4348