Aðalfundur Sunddeildar Hamars var haldinn þann 5. febrúar síðastliðinn.
Þar var sundmaður ársins 2018 valinn og var það María Clausen Pétursdóttir sem hlaut þann titil. Hafrún Kemp Helgadóttir fékk viðurkenningu fyrir góðar framfarir og ástundun. Við óskum þeim til hamingjum með viðurkenningarnar.
Breytingar urðu á stjórn en Björg Hjördís Ragnarsdóttir lét af störfum sem gjaldkeri og við henni tók Brynja Hrafnkelsdóttir. Aðrir í stjórn héldu áfram störfum, þau Sigurbjörg Hafsteinsdóttir formaður og Pétur Guðmundsson meðstjórnandi.
Við þökkum Björgu Hjördísi innilega fyrir samstarfið síðastliðin ár og hennar góða starf sem hún hefur innt af hendi fyrir sunddeildina.