Hamar í Hveragerði undirritaði í kvöld samninga við þjálfara og 2 leikmenn fyrir úrvalsdeildarlið félagsins í blaki fyrir komandi tímabil.Radoslaw Rybak (Radek) mun þjálfa liðið, en hann er frá Póllandi, einni öflugustu blakþjóð heims. Hann er gríðarlega reynslumikill, bæði sem leikmaður og þjálfari og á meðal annars að baki 17 ára feril í efstu deild í heimalandinu auk fjölda landsleikja þar sem eftirminnilegust er þátttaka hans á Ólympíuleikunum í Aþenu, 2004. Radek mun einnig sinna annarri þjálfun, karla og kvenna, hjá félaginu næstkomandi vetur.
Það er Hamarsfólki einnig mikil ánægja að kynna til leiks þá Hafstein og Kristján Valdimarssyni. Hafsteinn og Kristján eru uppaldir í Hveragerði en hófu blakferilinn hjá KA þegar þeir stunduðu nám við Menntaskólann á Akureyri. Að námi loknu héldu þeir utan í atvinnumennsku, þar sem þeir hafa spilað þar til nú við góðan orðstýr. Kristján kemur frá Tromsø í Noregi og Hafsteinn frá Calais í Frakklandi þar sem þeir hafa leikið undanfarin ár. Þeir eiga fjölda landsleikja að baki fyrir A-landslið Íslands en nú er loksins komið að því að spila einnig fyrir heimabæinn. Hamarsfólk er stórhuga fyrir komandi vetur og mikil spenna ríkir fyrir fyrsta úrvalsdeildarliði félagsins í blaki.
Aftari röð, Kristján-HafsteinnFremri röð, Barbara Meyer formaður blakdeildar, Radoslaw Rybak þjálfari og Valdimar Hafsteinsson formaður úrvalsdeildarráðs.
Bkv, fyrir hönd blakdeildar HamarsKristín H. HálfdánardóttirS: 892-6478
Hamar hefur gengið frá samningum við leikstjórnandann Jose Medina en leikmaðurinn kemur frá Spáni.
Medina lék með liði Muenster í Pro B deildinni Þýskalandi á síðasta tímabili, en lengst af hefur hann spilað í Leb Silver deildinni heimafyrir á Spáni.
Leikmaðurinn er 27 ára gamall og er væntanlegur til landsins í lok sumars.