Föstudaginn 28. desember var kynnt val á íþróttafólki Hveragerðis 2018. Þar tilnefna deildir Hamars sína íþróttamenn auk þess sem veitar eru viðurkenningar til landsliðsfólks. Hvergerðingar eiga  tvær landsliðsstúlkur, Gígja Marín Þorsteinsdóttir og Helga Sóley Heiðarsdóttir og einnig voru valinn körfuknattleikskona, Helga Sóley Heiðarsdóttir, og körfuknattleiksmaður, Arnar Dagur Daðason fyrir árið 2018. Á mynd með frétt eru Arnar Dagur og Gígja Marín.

Hamar hafði sigur eftir æsispennandi stigakeppni við Þór og Dímon á HSK móti barna og unglinga sem fram fór í Þorlákshöfn í dag. Margrét Guangbing Hu og Valgarð Ernir Emilsson urðu tvöfaldir HSK meistarar í U15 og U17 flokki. Hamar átti tíu keppendur í U11 sem kepptu ekki til stiga í mótinu en allir fengu marga góða og spennandi leiki og öll fengu þátttökuverðlaun í lokin.

 

 

Í vikunni voru valdir æfingahópar fyrir yngri landslið Íslands í körfubolta. Hamar á fjóra fulltrúa í þessum æfingahópum og er félagið stolt af þeirra árangri.

 

Hrafnhildur Hallgrímsdóttir var valin í æfingahóp u-15 ára landsliðs stúlkna.

Haukur Davíðsson var valinn í æfingahóp u-15 ára landsliðs drengja.

Gígja Marín Þorsteinsdóttir og Helga Sóley Heiðarsdóttir voru valdar í æfingahóp u-18 ára landslið stúlkna.

 

Þá eru tveir þjálfarar frá Hamri sem að taka þátt í komandi landsliðsverkefnum. Maté Dalmay er þriðji þjálfari u-16 ára liðs drengja og Þórarinn Friðriksson er þriðji þjálfari u-18 ára landsliðs drengja.

 

Við óskum þessum ungu og efnilegu leikmönnum til hamingju með valið og óskum þeim góðs gengis á fyrstu æfingadögunum sem fara fram milli jóla og nýárs.

Landsliðshópana í heild má sjá hér: 

https://www.karfan.is/2018/12/thjalfarar-og-aefingahopar-yngri-landslida-klar-fyrir-verkefni-naesta-sumars/