Hamar hefur spilað tvo leiki á íslandsmótinu auk þess að hafa spilað í Borgunarbikarnum.

Hamar tók á móti 3. deildar liði Reynir Sandgerði í 2. umferð Borgunarbikarsins á dögunum og tapaðist sá leikur 4-1. Varnarmaðurinn Hákon Þór Harðason skoraði mark Hamars í þeim leik. Hamarsmenn spiluðu flottan leik en voru klaufar í varnarleiknum og reynsla Reynismanna kom þeim áfram í bikarnum. Hamar því dottið út úr bikarnum í ár.

Í fyrsta leik íslandsmótsins tók Hamar á móti Kóngunum á Grýluvelli. Hamar voru mun sterkarri aðilinn í leiknum og sáu Kóngarnir aldrei til sólar í leiknum. Hamar vann leikinn 5-0, en Hamarsmenn hefðu getað skorað mun fleirri mörk í þeim leik. Palli skoraði tvö mörk í leiknum. Tómas Aron, Diddi og Tómas Hassing skoruðu eitt mark hver.

Hamar heimsótti svo sterkt lið Álftanes heim í síðustu viku. Hamarsmenn áttu ekki góðann fyrri hálfleik en vöknuðu til lífsins í þeim seinni. Álftanes voru hinsvegar fyrri til að skora og voru 1-0 yfir þar til á 88. mínútu þegar Magnús Otti skoraði flott mark með skoti fyrir utan teig. Ölli var rekinn útaf stuttu áður og var því mikill karakter hjá strákunum að koma til baka og jafna leikinn. Gott stig á erfiðum útivelli.

Hamar mæta svo Kríunni í kvöld á Grýluvelli kl 20:00. Við hvetjum alla til að koma á völlinn og sjá flottann fótbolta hjá strákunum.

13237747_10153813394038992_7102567532095125729_n

Byrjunarlið Hamars gegn Kóngunum.

13260297_10153828622073992_1011911783727161841_n

Byrjunarlið Hamars gegn Álftanes.

Andri Þór Kristinsson skrifaði í kvöld undir samning við körfuknattleiksdeild Hamars um þjálfun á Meistaraflokki karla félagsins. Andri Þór er flestum Hamarsmönnum kunnugur en hann þjálfaði kvennalið Hamars fyrir nokkrum árum. Nú síðast var Andri þjálfari kvennaliðs Hauka sem urðu meðal annars deildarmeistarar. Andri hefur einnig þjálfað lið Breiðabliks sem og komið við sögu í þjálfun á landsliðum Íslands í yngriflokkum. Nánar síðar.

Björn Ásger Ásgeirsson var í dag valinn í 12 manna landsliðshóp U16 ára liðs Íslands í körfubolta. 16 manna hópur æfði síðastliðna helgi og völdu þjálfararnir, Benedikt Guðmundsson og Sævaldur Bjarnason, 12 manna hóp strax eftir helgi. Frábær árangur hjá Birni sem hefur verið gríðarlega duglegur að æfa og á þetta svo sannarlega skilið. Liðið keppir svo á norðurlandamótinu 26.-30. júní í Finnlandi.

Tl hamingju Björn Ásgeir.

Æfingar verða þrisvar í viku á tímabilinu 18.05.2016 –  13.06.2016. Æfingarnar eru fyrir stráka og stelpur fædd ´03-´00 sem áhuga hafa á að bæta sig í körfuknattleik og verða æfingarnar sem mest miðaðar við einstaklinga og tækniþjálfun. Æfingar verða á mánudögum – miðvikudögum og fimmtudögum og hefjast alltaf kl 17.00 og standa í eina og hálfa klst.

Æfingagjald er 4000kr á barn og greiðist á staðnum.

Þjálfari á námskeiðinu er Daði Steinn og er hægt að frá frekai upplýsingar í síma 6901706

Hamar mætti Vatnaliljunum í fyrstu umferð Borgunarbikarsins í gær. Leikurinn var spilaður í Fagralundi, heimavelli Vatnaliljana. Vatnaliljurnar eru með flott lið og komust þeir í undanúrslit Lengjubikarsins. Liðin eru í sama riðli í 4. deildinni í sumar og munu liðin mætast þrisvar í sumar.

Leikurinn fór rólega af stað en Hamar var mun meira með boltann og áttu nokkur ágætis færi. Á 7. mínútu leiksins sváfu Hamarsmenn á verðinum og komst sóknarmaður Vatnaliljana innfyrir vörn Hamars og skoraði. Hamarsmenn voru því undir 1-0 snemma leiks þvert á gang leiksins. Hamar hélt áfram að sækja og áttu ágætis færi sem þeir nýttu ekki. Á 30. mínútu átti Hrannar góða fyrirgjöf sem Palli kláraði vel með höfðinu. Hamarsmenn búnir að jafna metin og þannig stóðu leikar í hálfleik. Seinni hálfleikur var spipaður, Hamarsmenn voru meira með boltann og áttu nokkur góð færi til að klára leikinn en góður markvörður Vatnaliljana Björn Metúsalem varði mjög vel. Björn spilaði með Hamri um 100 leiki í deild og bikar. Nokkuð mikið var um pústra á vellinum og var greinilegt að bæði lið ætluðu sér að komast í næstu umferð. Leikurinn endaði 1-1 og þurfti að framlengja leikinn. Lítið gerðist í framlengingunni, en á 5. mínútu seinni framlengingarinnar náði Liam að koma boltanum yfir línunna eftir klafs í vítateignum. Þetta reyndist vera sigurmarkið og því komst Hamar áfram í næstu umferð Borgunarbikarsins. Hamarsmenn hafa spilað betri leik en aðal málið er að sigur kom í höfn.

Hamar mun taka á móti 3. deildar liðinu Reynir Sandgerði 11. Maí. Leikurinn verður vonandi á Grýluvelli. Unnið er hörðum höndum að koma vellinum í stand fyrir sumarið og lítur hann vel út.

Byrjunarlið

Markvörður: Stefán Hannesson

Vörn: Sigmar – Hákon – Tómas A – Sigurður Jóhann

Miðja: Ölli – Sindri – Hrannar

Kantmenn: Daníel – Kaleb

Framherji: Palli

Skiptingar

59. mín Tómas H (INN) – Palli (ÚT)

66. mín Liam (INN) – Sindri (ÚT)

84. mín Frissi (INN) – Daníel (ÚT)

 

 

Blakdeild Hamars hélt í gær sitt árlega blakmót, Kjörísmótið, en mótið er stærsta blakmótið sem haldið er á suðurlandinu á ári hverju.

Í ár tóku 37 lið þátt í 7 deildum. Tveimur karladeildum og fimm kvennadeildum. Efsta deild kvenna og báðar karladeildirnar fóru fram í Hveragerði en 2. – 5. deild kvenna kepptu í Iðu á Selfossi.

Í kvennaflokki var það A lið Álftanes sem stóð uppi sem Kjörísmeistari og í karlaflokki voru það heimamennirnir, Hafsteinn og Kristján Valdimarssynir ásamt félögum í liðinu BK tvillinger sem voru hlutskarpastir.

Gríðarlega góð stemmning var á mótinu og sólin gladdi keppendur á milli leikja meðan þeir gæddu sér á ís og öðru góðgæti:)

Blakdeildin vill þakka öllum sem að mótinu stóðu, keppendum, iðkendum og öðrum aðstoðarmönnum fyrir sitt framlag, þetta var frábært!