Dagný Alma Jónasardóttir var kjörin blakkona Hamars árið 2016. Dagný er vel að titlinum komin og er lykilmaður í liði Hamars sem leikur nú í 1. deild.
Á aðalfundi Hamars, sunnudaginn 28.febrúar voru heiðraðir íþróttamenn deilda og Íþróttamaður Hamars fyrir árið 2015.
Eftirfarandi aðilar hlutu viðurkenningu:
Hrund Guðmundsdóttir, badminton
Dagný Jónasdóttir, blak
Örn Sigurðarson, körfuknattleikur
Daníel Rögnvaldsson, knattspyrna
Dagbjartur Kristjánsson, sund
Natalía Rut Einarsdóttir, fimleikar
Hrund Guðmundsdóttir hlaut titilinn íþróttamaður Hamars fyrir árið 2015.
Á fundinum fékk Gísli Garðarsson sérstaka viðurkenningu sem heiðursfélagi Hamars. Gísli hefur starfað fyrir íþróttahreyfinguna allt frá árinu 1980. Gísli er einn af stofnfélögum Hamars og er svo sannarlega vel að nafnbótinni komin. Aðeins einu sinni áður hefur samskonar viðurkenning verið veitt, það var á afmælisári Hamars. Viðurkenninguna 2012 fékk Kjartan Kjartansson.
Á fundinum var Hjalti Helgason endurkjörin formaður. Aðrir í stjórn eru, Daði Steinn Arnarsson, Dagrún Ösp Össurardóttir, Svala Ásgeirsdóttir og Hjalti Valur Þorsteinsson. Dagrún,Svala og Hjalti Valur koma öll ný inn í stjórn.
Álfhildur Þorsteinsdóttir, Erla Pálmadóttir og Friðrik Sigurbjörnsson gáfu ekki kost á sér til áframhaldandi stjórnarsetu. Aðalstjórn Hamars þakkar þeim fyrir góð störf.
Það er óhætt að segja að strákarnir í 8. og 9. flokki karla hafi verið í smá basli í vetur, eftir að hafa spilað virkilega vel á síðasta tímabili er eins og liðið hafi engan vegin fundið taktin. Það er að segja þar til í febrúarmánuði, þvi í febrúarmánuði hafa þessir strákar spilað eina umferði í áttunda flokki og eina umferð í níunda flokki. Til að gera langa sögu stutta þá hafa strákarnir unnið alla sína leiki í febrúar og fóru því bæði áttundi og níundi flokkur upp um riðil. Sannarlega flottur árangur og loks eins og þeir séu farnir að spila af sömu getu og þeir voru að gera eftir áramót á síðasta tímabili. Vonandi er þetta bara byrjunin á góðum kafla hjá strákunum því þeir hafa svo sannarlega getu og hæfileika til að spila á meðal bestu liða landsins.
- flokkur
Hamar – Stjarnan 35:29
Hamar – Fsu 70:28
Hamar – KR 48:34
Hamar – ÍR 59:48
- flokkur
Hamar – Breiðablik 38:30
Hamar – Njarðvík 38:26
Hamar – Snæfell 44:42
Hamar – Þór Ak 35:24
Hamarsmenn gerðu góða ferð í kópavoginn í kvöld þegar þeir mættu Blikum. Hamarsmenn byrjuðu leikinn betur en Blikar og leiddu eftir fyrsta leikhluta 16-21. Í öðrum leikhluta lentu strákarnir þó í mótbyr og þurfti Oddur Ólafsson leikstjórnandi liðsins að fara á bekkinn með 4 villur. Hamarsmenn leiddu þó 42-45. Í þriðja leikhluta jókst svo baráttan áfram. Sóknarleikur beggja liða fór í gang og minna var um varnir. Blikar unnu leikhlutann 34-29 og voru því komnir í forystu 76-74. Í síðasta leikhluta reyndi mikið á taugarnar hjá leikmönnum og þar voru þær sterkari hjá Hamri sem fór með 1 stigs sigur 90-91. En er því möguleiki á sæti í Úrslitakeppninni en næsti leikur er eftir viku gegn topp liði Þórs frá Akureyri. Þar er mikilvægt að fólk sýni stuðning og mæti.
Hér að neðan er tölfræði úr leiknum
Samuel Prescott 28 stig 11 fráköst 5 stoð
Sigurður Hafþórsson 22 stig 4 af 7 í þriggja
Þorsteinn Gunnlaugsson 17 stig 11 fráköst og 7 stoðsendingar
Snorri Þorvaldsson 17 stig 3 stolnir
Oddur Ólafsson 7 stig 7 fráköst 5 stoðsendingar
Bjartmar Halldórsson 2 fráköst 5 stoðsendingar 1 stolin
Salbjörg Ragnarsdóttir hefur verið kölluð inní Íslenska kvennalandsliðið af Ívari Ásgrímssyni þjálfara liðsins fyrir leik kvöldsins gegn Ungverjalandi. Leikurinn er hluti af forkeppni EuroBasket2017 en Íslenska liðið verður að vinna restina af sínum leikjum til að eiga von á að komast inná Eurobasket. Leikurinn er sýndur í beinni útsendingu á Rúv2 og inná RÚV.IS
Við óskum Salbjörgu til hamingju með góðan árangur og gangi henni vel.
FUNDARBOÐ
Íþróttafélagið Hamar heldur aðalfund í Grunnskólanum í Hveragerði sunnudaginn 28. febrúar 2016 kl. 14.00
1. Kosning fundarstjóra og fundarritara.
2. Skýrsla stjórnar.
3. Reikningsskil.
4. Venjuleg aðalfundarstörf.
5. Önnur mál.
6. Verðlaunaafhending og lýst kjöri íþróttamanns Hamars.
7. Kaffiveitingar í boði Hamars.
Verið velkomin
Stjórnin
Aðalfundur Badmintondeildar Hamars verður haldinn þriðjudaginn 23. janúar nk. kl. 20:00 í fundarherbergi aðalstjórnar fyrir ofan crossfitstöðina Hengil. Við hvetjum alla sem vilja kynna sér badmintonstarfið að mæta og kynna sér það.