Strákar og stelpur úr 9. og 10. flokk Hamars tóku sér á hendur langþráð ferðalag þann 4.júlí sl. og heimsóttu Spán. Tilgangurinn var tvíþættur, að taka þátt í körfuboltamóti sem haldið var í smábænum Llore de Mar rétt norðan við Barcelona og svo að njóta sólar og skemmtunar í kaupbæti.
Viljum við þakka sérstaklega öllum þeim sem styrktu okkur til ferðarinnar gegnum safnanir síðustu 3ja ára.
Ferðin gekk í flesta staði vel og vel hægt að segja að 3ja ára söfnun og undirbúningur hafi þjappast saman í innihaldsríka ferð með fullt af skemmtilegum og eftirminnilegum atvikum sem sum hver reyndu á andlegan og líkamlega styrk þeirra sem fóru. Krakkarnir voru félaginu til sóma og uppskáru á endanum ekki bara verðlaunabikara heldur einnig nýja félaga, þekktu hvort annað aðeins betur og þekktu einnig áhrif sólar og hita mjög vel eftir þessa viku á Spáni.

Ferðalagið hófst formlega við íþróttahúsið í Hveragerði laugardaginn 4.júlí og ferðin sóttist vel út. Smá bras var á hótelinu fyrstu nóttina en komum við um kl. 2 á hótelið og næturvörðurinn kunni ekki alveg að innrita og virkja lykla á herbergi, en allt endaði þetta í kærkominni hvíld.

5.júlí var mætt í morgunmat fyrir kl. 10 og dagskráin að laga herbergismál og nærast, skoða ströndina og höllina sem átti að keppa í, en í henni voru 2 vellir og allir leikir spilaðir seinnipart og fram að miðnætti. Eitthvað skildum við þetta ekki í fyrstu en sáum fljótlega að í 33-40°C er ekki vit að spila yfir miðjan daginn og þó svo að leikirnir hafi ekki verið spilaðir í einhverjum kulda þá var þó skárra að hafa BARA 27-30°C á leiktíma. Strákarnir unnu sinn fyrsta leik um kvöldið en stelpurnar töpuðu og allir komnir með smjörþefinn af að spila í svona miklum hita.

6.júlí var ekki beðið með hlutina heldur haldið til Barcelona í verslunarferð kl 9:00. Eitthvað var lengra til Barcelona en fararstjórarnir höfðu gert sér í hugarlund fyrir ferðina en rútuferð og lestarferð í metró skilaði hópnum í stóra verslunarmiðstöð þar sem allir fengu frían tíma til innkaupa (5 tíma) áður en haldið var heim aftur og komum loks upp á hótel um 19:30 . Strákarnir áttu leik hálf ellefu en stelpurnar frí. Strákarnir töpuðu naumlega (4 stigum) fyrri heimamönnum í æsispennandi leik.
afmælisbarn 17.júlí, Gunnar Karl átti afmæli tók við gjöfum og hamingjuóskum fram eftir degi. Leikir beggja liða voru á sama tíma (17:20), hlið við hlið og fylgdarliðið átti í mesta basli með að fylgjast með báðum leikjunum. Bæði lið töpuðu en það var ekki málið heldur krafturinn og dugnaðurinn í okkar krökkum sem flest voru eitthvað löskuð og þreytt en gáfust aldrei upp. Endirinn var þó meiri plástur, bindi, kælisprey og hitakrem. Alexander meiddist á hné, fór með fararstjóra á sjúkrahús í myndatöku en betur fór en á horfðist. Alex með tognuð liðbönd en húmorinn ennþá á sínum stað hjá drengnum þrátt fyrir allt.

 

8.júlí var rólegur dagur framan af degi en átti eftir að verða viðburðarríkur á margan hátt. Mótstjórn reddaði okkur hjólastól alex í stólnumfyrir Alex, sólar-exem og smá sólbruni leit dagsins ljós, búningar fóru í þvott fyrir átök dagsins, göngutúr, billiard, sundlaugarsprell og fl. en allir duglegir að nærast. Frekar heltist úr lestinni í leikmannahópnum en Andri og Katrín voru bæði meidd og spiluðu ekki þennan dag, auk Alexanders. Strákarnir spiluðu um kl. 17 og rétt töpuðu í spennandi leik þar sem skotin voru ekki að detta. Leikurinn hjá stelpunum var öllu sögulegri þar sem tæknivillur flugu á bæði lið og ein útilokun hjá  andstæðingnum leit dagsins ljós. Okkar stelpur miklu betri en gestgjafarnir framan af og unnu að lokum eftir spennu og drama 40-47 þar sem andstæðingarnir enduðu 4 inn á. Leikurinn var spilaður undir miðnætti og í þvílíkri stemmningu þökk sé strákunum okkar, foreldrum og ítölskum strákum sem voru á okkar bandi.

11751764_10205750710740052_4963133691941804008_n9. júlí. Dagurinn tekinn snemma og allir klárir frá hótelinu klukkan 10 og rennibrautar garðurinn heimsóttur. Sólbruni hjá nokkrum eftir daginn og sólarexem. Þar sem var spáð skýjuðu á einhverjum vefmiðlum sem reyndist klár blekking og hitinn rétt undir 40°C allan daginn. Eftir heimkomu gerðu stelpurnar sig klárar fyrir síðasta leikinn og strákarnir áttu frí en komu að horfa. Stelpurnar áttu ekki góðan leik og hittu illa en unnu samt 21-20 eftir vítaskot á síðustu sekúndum leiksins. Þessi sigur skilaði þeim í úrslitaleikinn sem verður að teljast frábært miðað við öll meiðsli, exem og bruna.
Strákarnir fengu leik um 3-4. sætið sem var verðskuldað eftir jafna og spennandi leiki hjá þeim.

10.júlí var vel mætt í morgunmat og allir búnir að taka fæðið á hótelinu í sátt enda fjölbreytt og gott úrval. Einhverjir smökkuðu 11703050_10153415760288490_5087780772923326273_nkanínukjöt sem dæmi og fannst bara gott. Dagurinn fór í frjálsan tíma sem flestir nýttu við sundlaugina á hótelinu og eins niður í bæ og við ströndina. Úrslitaleikirnir voru svo klukkan 17:20 hjá stelpunum og rúmlega 21 hjá strákunum. Allt var gefið í leikina hjá báðum liðum og allir með (utan Alex). Stelpurnar stóðu sig frábærlega en töpuðu fyrir klárlega besta liðinu í mótinu. Strákaleikurinn var öllu sögulegri en þeir kepptu aftur við Lloret de Mar strákana og mikill hiti í Spánverjunum sem endaði með smá riskingum og naumu tapi 35-32 þar sem keppt var við klárlega eldri stráka og stæðilega. Okkar strákar spiluðu flottan bolta en hittu frekar illa. Allir sáttir í lokin og mikið rætt um leikina. Kvöldið tekið í að pakka í töskur og gera herbergin klár fyrir brottför daginn eftir.

11702761_10207328069029061_6891257894391146516_n11.júlí var vaknað í morgunmat fyrir klukkan 10 og svo átti að vera búið að tékka út af hótelinu um kl. 10. Fengum að geyma töskur á hótelinu. Afmælisbarn dagsins, Silja var heiðruð með tertu og söng við sundlaugarbakkann. Krakkarnir létu daginn líða við sundlaugarbakkann eða í sundlauginni og fóru í síðustu skoðunarferðir (kaupa) um bæinn. Eitt vegabréf týndist og varð úr smá stress kvöldið áður. Það reddaðist þó og varð að flýta ferð til Barcelona til 17:00 þannig fararstóri komst til ræðismanns í Barcelona sem útbjó nýtt vegabréf með snatri og allir komust í flug um kvöldið  Lending í Keflavík um um klukkan tvö um nóttina. Það voru þreyttir og sáttir krakkar sem komu heim um miðja nótt reynslunni ríkari.
Ber að þakka krökkunum fyrir frábæra ferð og við fararstjórarnir eigum margar góðar minningar úr ferðinni sem var í senn eftirminnileg og strembin, sérstaklega út af hitanum. Einnig var ómetanlegt að hafa svona marga foreldra með til að hjálpa okkur með allt saman og eiga þeir þakkir fyrir.

Nokkrar myndir úr ferðinni HÉR

Fyrir hönd ferðahópsins alls; Anton Tómasson, Kolbrún Vilhjálmsdóttir og Anna María Friðriksdóttir.

 

 

 

Hamar tók á móti Létti s.l Fimmtudag á Grýluvelli í mikilvægum leik um sæti í úrslitakeppni 4. deildar. Fyrir leikinn var Hamar í 3.sæti riðilsins með 15 stig og Léttir í 4. sæti með 12 stig. Léttir vann fyrri leik liðana 2-1.

Margir áhorfendur voru mættir á völlinn og létu vel í sér heyra og studdu Hamarsmenn áfram í sínum leik. Leikurinn byrjaði rólega og voru Léttismenn þéttir fyrir og voru staðráðnir í því að loka á öfluga sóknarmenn Hamars. Hamar var meira með boltann í fyrri hálfleik án þess að skapa sér mikið af opnum marktækifærum. Daníel fékk eitt gott færi í fyrri hálfleik sem fór í hönd varnarmanna Léttis inní vítateig en dómari leiksins dæmdi ekki neitt. Hamar lét boltann ganga ágætlega á milli sín í fyrri hálfleik en náðu ekki að opna Léttismenn nægilega vel. Léttir fengu líka hálffæri í fyrri hálfleik sem þeir nýttu ekki. Staðan í hálfleik var markalaus. Í seinni hálfleik hélt leikurinn áfram eins og í fyrri hálfleik, Léttir lá mikið til baka og Hamar héldu boltanum vel. Sóknarþungi Hamarsmanna ókst í seinni hálfleik og náðu þeir að brjóta ísinn á 77. mínútu. Þá unnu Hamarsmenn boltann á sínum vallarhelming og komu boltanum innfyrir á Hermann sem var kominn að markmanninum og lagði svo boltann óeigingjarnt til hliðar á Daníel sem var fyrir opnu marki og lagði boltann snyrtilega í netið. Allt varð vitlaust á Grýluvelli og fögnuðu áhorfendur gríðarlega. Eftir þetta opnaðist leikurinn töluvert og komst Hermann einn innfyrir en setti boltann framhjá. Á 90. mínútu skoraði svo Daníel sitt annað mark eftir frábæra sendingu frá Frissa. Lokatölur 2 – 0 fyrir Hamar og var þetta gríðarlega mikilvægur sigur hjá Hamri sem eru núna í góðum séns að ná sæti í úrslitakeppninni.

Hér má sjá brot úr leiknum.

Byrjunarlið Hamars.

Nikulás

Helgi – Hákon – Fannar – Tómas

Stefán – Máni

Daníel – Ölli – Logi

Hermann

Skiptingar

72. mín: Logi (ÚT) – Frissi (INN)

90. mín: Hermann (ÚT) – Brynjar (INN)

92. mín: Stefán (ÚT) – Hafsteinn (INN)

92. mín: Máni (ÚT) – Hafþór Vilberg (INN)

94. mín: Daníel (ÚT) – Indriði (INN)

Ónotaðir varamenn

Hlynur og Ómar.

 

Næsti leikur er mánudaginn 27. Júlí gegn Árborg á Selfossi. Það er annar mjög mikilvægur leikur um að komast í úrslitakeppnina. Hvergerðingar standa sig gríðarlega vel í að styðja við liðið og væri gaman að sjá Hvergerðinga yfirtaka stúkuna á Selfossvelli í þessum leik.

ÁFRAM HAMAR!!

Hamarsmenn spiluðu fyrsta leikinn í seinni umferð íslandsmótsins s.l fimmtudag gegn Stokkseyri. Hamar hafði unnið fyrri leik liðana 6 – 1 á Grýluvelli. Hamar hafði unnið þrjá leiki í röð áður en þeir fóru til Stokkseyri og voru búnir að skora mikið af mörkum í undanförnum leikjum.

Gaman var að sjá hversu margir Hvergerðingar voru mættir á völlinn til að styðja sína menn. Leikurinn byrjaði rólega og var mikið um stöðubarráttur og létu stórir og sterkir leikmenn Stokkseyrar finna fyrir sér. Á 13. mínútu fékk Daníel boltann rétt fyrir utan teig og skaut að marki, boltinn lak inn og Hamar var komið með forrystu í leiknum. Á 22. mínútu dæmdi góður dómari leiksins vítaspyrnu á Hamar sem Stokkseyri skoraði úr. Hamarsmenn voru ekki lengi að kvitta fyrir það og á 29. mínútu skoraði Hermann gott mark og kom Hamar yfir aftur. Á 33. mínútu skoraði svo Daníel sitt annað mark og sitt 10. mark í sumar. Staðan var 1 – 3 fyrir Hamar í hálfleik. Barráttan hélt áfram í seinni hálfleik og voru Stokkseyri harðir í horn að taka. Hamarsmenn náðu reyndar að spila boltanum aðeins betur á milli sín í seinni hálfleik. Á 62. mínútu skoraði Stefán eftir góða fyrirgjöf Daníels. Hamarsmenn gerðu nokkrar breytingar á sínu liði og þeir sem komu inná áttu mjög flotann leik. Varamaðurinn Ómar skoraði af harðfylgni á 77. mínútu. Hamarsmenn héldu áfram að sækja og áttu fullt af færum en inn vildi boltinn ekki fyrrenn á 86. mínútu þegar Brynjar Elí skoraði með skalla eftir fyrirgjöf frá Hákoni. Leikurinn endaði 1 – 6 líkt og fyrri leikur liðanna. Þetta var ekki best spilaði leikur Hamarsmanna, en mjög sterkt hjá þeim að skora 6 mörk þó að þeir hafi ekki átt sinn besta dag.

Myndband frá leiknum.

Byrjunarlið Hamars.

Nikulás

Helgi – Hákon – Fannar – Tómas

Stefán – Máni

Logi – Ölli – Daníel

Hermann

Skiptingar.

52. mín: Fannar (ÚT) – Friðbjörn (INN)

65. mín: Logi (ÚT) – Brynjar (INN)

67. mín: Máni (ÚT) – Jorge (INN)

75. mín: Nikulás (ÚT) – Hlynur (INN)

75.mín: Daníel (ÚT) – Ómar (INN)

Ónotaðir varamenn

Indriði og Hafþór Vilberg.

 

Næsti leikur Hamars er svo á Grýluvelli n.k fimmtudag kl 20:00. Þá taka þeir á móti Létti. Um er að ræða mikilvægan leik í barráttunni um sæti í úrslitakeppninni. Hamar tapaði fyrri leik liðanna en eru staðráðnir í því að bæta úr því í þessum leik.

ÁFRAM HAMAR!!

Hamar gerði sér ferð til Hornarfjarðar s.l Laugardag og spiluðu leik við Mána. Um var að ræða síðasta leikinn í fyrri umferð íslandsmótsins. Fyrir leikinn höfðu Hamarsmenn unnið tvo leiki í röð.

Á 2. mínútu leiksins fengu Hamarsmenn innkast sem Ölli tók, varnarmaður Mána skallaði boltann aftur útúr teignum til Ölla sem skaut boltanum snyrtilega yfir markvörð Mána, Hamar var komið með forrystu í leiknum eftir aðeins tvær mínútur. Eftir 12 mínútur fengu Hamarsmenn aftur innkast og barst boltinn til Daníels sem sendi boltann fyrir markið og fór í varnarmann Mána og inn í markið. Á 15. mínútu fékk svo Hermann boltann innfyrir vörn Mána og fór framhjá markverðinum og setti boltann inn í markið úr þröngri stöðu. Staðan var orðinn 3-0 eftir aðeins 15. mínútur. Eftir þetta róaðist sóknarleikur Hamarsmanna aðeins og komust Mánamenn betur inn í leikinn. Á 25 mín voru Hamarsmenn klaufar og brutu á sér inn í vítateig, leikmaður Mána skoraði örruglega framhjá Nikulási úr vítaspyrnunni. Á 30. Mínútu fengu svo Hamarsmenn Hornspyrnu sem Þorlákur Máni tók, þar var það Ölli sem skaust framhjá varnarmanni og skallaði boltann í netið. Bæði lið áttu svo tilraunir að bæta við fleirri mörkum í leikinn enn inn fór boltinn ekki. Staðan í hálfleik var 1 – 4 fyrir Hamar. Í byrjun seinni hálfleiks róaðist leikurinn svolítið en Hamar áttu nokkur marktækifæri. Á 75. mínútu komst Hermann einn innfyrir vörn Mána og setti boltann framhjá markverðinum. Mínútu síðar var röðin komin að Daníel að skora, hann kom Hamar í 1-6 með góðu marki. Svo á 85. mínútu skoraði hann svo sitt annað mark og kom Hamar í 1-7. Á 86. mínútu voru svo Hamarsmenn kærulausir og náðu Mánamenn að skora sitt annað mark. En Daníel var svo ekki lengi að leiðrétta það og skoraði sitt þriðja mark í leiknum mínútu síðar. Lokatölur 2-8 á Hornafirði.

Hamar er nú í 3. sæti riðilsins eftir sex leiki. Það komast tvö lið uppúr riðlinum og eru þeir einu stigi frá ÍH sem er í öðru sæti. Spennann fyrir seinni umferðina er mikil og þurfa Hamarsmenn bara að treysta á sjálfa sig í næstu leikjum.

Stöðutafla þegar mótið er hálfnað.

1 Árborg 6 5 1 0 20  –    3 17 16
2 ÍH 6 4 1 1 25  –    6 19 13
3 Hamar 6 4 0 2 24  –    8 16 12
4 Léttir 6 4 0 2 20  –  11 9 12
5 Stokkseyri 6 2 0 4 12  –  28 -16 6
6 Máni 6 1 0 5   7  –  23 -16 3
7 Kóngarnir 6 0 0 6 6 – 35 -29 0

Myndband frá leiknum

Byrjunarlið:

Nikulás

Hafþór Vilberg – Hákon – Fannar – Indriði

Ölli – Máni – Stefán

Logi – Daníel

Hermann

Skiptingar

62. mín Logi (ÚT) – Ómar (INN)

65. mín Ölli (ÚT) – Helgi (INN)

72. mín Stefán (ÚT) – Tómas (INN)

72. mín Hermann (ÚT) – Jói Snorra (INN)

74. mín Nikulás (ÚT) – Hlynur (INN)

Ónotaðir varamenn

Brynjar Elí – Friðbjörn.

Hamar - Máni

Næsti leikur Hamarsmanna er útileikur gegn Stokkseyri. Leikurinn er n.k fimmtudag kl 20:00. Hvergerðingar eru hvattir til að taka sér smá bíltúr og kíkja á leikinn!