Markmið námskeiðanna er að kynnast fjölbreyttri útiveru og heyfingu. Farið er í stuttar fjallgöngur, göngu- og hjólaferðir, sund, ýmsa leiki og margt fleira skemmtilegt.

Námskeiðin eru frá kl. 08:00 – 16:30 alla virka daga. Hægt að vera hálfan daginn. Boðið upp á gæslu frá kl 8 – 9 og 12 – 13. 
• Hópur 1: 6. – 19. júní. 
• Hópur 2: 20. jún – 3. júlí. 
• Hópur 3: 4. – 17. júlí. 
• Hópur 4: 18. – 31. júlí.

Verð: Kr. 8000, fyrir ½ dag kr 4500. Systkinaafsláttur 20%.

Nánari upplýsingar og skráning hjá Anítu Arad. s. 659 1824 og Anítu Tryggvad. s. 865 7652.

Dagskrá (með fyrirvara um breytingar) 
Dagur 1 
Fyrir hádegi : Skráningar, kynning á námskeiði og leikir 
Eftir hádegi : Gönguferð 
Dagur 2 
Fyrirhádegi : Hjólatúr 
Eftir hádegi : Íþróttir og leikir 
Dagur 3 
Fyrir hádegi : Sund 
Eftir hádegi : Íþróttakeppni 
Dagur 4 
Fyrir hádegi : Bíóstund 
Eftir hádegi : Farið í listigarðinn í leiki og í fossinn að vaða 
Dagur 5 
Fyrir hádegi : Gönguferð – endað í aparólunni á tjaldstæðinu 
Eftir hádegi : Leikir á skólalóð 
Dagur 6 
Dótadagur 
Fyrir hádegi : Föndur, útilist + leikir 
Eftir hádegi : Sund 
Dagur 7 
Fyrir hádegi : Frjálst (á skólalóð) 
Eftir hádegi : Hjólatúr 
Dagur 8 
Fyrir hádegi : Farið í fossinn að vaða 
Eftir hádegi : Stelpu vs. stráka tími 
Dagur 9 
Fyrir hádegi :  Menningarferð í Kjörís 
Eftir hádegi : Sund 
Dagur 10 
FURÐUFATADAGUR – verðlaun fyrir flottasta búninginn ? 
Grillpartý í hádeginu !

Alltaf að koma í fötum eftir veðri, koma með nesti, sundföt + handklæði og aukaföt.

Það eru þrár nestisstundir yfir daginn : kl 10:00, í hádeginu og kl 15:00. Börnin þurfa sjálf að koma með nesti með sér. ATH það er samlokugrill á staðnum.

 

 

Knattspyrnudeild Hamars auglýsir eftir knattspyrnuþjálfara fyrir yngri flokka deildarinnar. Viðkomandi þurfa að geta hafið störf um mánaðarmótin ágúst/september, þegar æfingar hefjast í Hamarshöllinni.

Nánari upplýsingar veitir Ólafur Jósefsson, yfirþjálfari, í síma 821-4583. Einnig er hægt að senda tölvupóst á netfangið: olijo@internet.is

 

Síða knattspyrnudeildarinnar hér inn á Hamarsport hefur verið uppfærð. 

Upplýsingar um stjórn, þjálfara, æfingatíma, leikmenn meistaraflokks, knattspyrnumenn Hamars og aðrar gagnlegar upplýsingar hafa verið uppfærðar til samræmis við núverandi stöðu og fyrirkomulag knattspyrnudeildarinnar. Þá hafa nýjar myndir verið settar inn í myndasöfn og blaðaútgáfur knattspyrnudeildarinnar gerðar aðgengilegar. 

Hamarsmenn leika í kvöld gegn Njarðvíkingum í 10. umferð 2. deildar Íslandsmóts KSÍ. 

Njarðvíkingum var spáð góðu gengi á Íslandsmótinu en hafa verið að spara sig svolítið undanfarið. Gestirnir frá Suðurnesjum hafa yfir að ráða gríðarlega sterkum leikmönnum og er liðið erfitt viðureignar. Gestirnir ætla sér væntanlega ekkert annað en sigur því með flengingu í kvöld eykst bil þeirra og toppliðanna í deildinni. 

Hamarspiltar gefa ekkert eftir á Grýluvelli og vilja landa sínum fyrsta sigri eftir röð ólukkulegra úrslita sem hafa skila hverju jafnteflinu á fætur öðru. Síðasti leikur Hamars var á útivelli gegn HK og var að sjá mörg batamerki á liðinu sem hélt hreinu gegn Kópavogsdrengjum. Með stuðningi okkar hjálpum við Hamarsmönnum að negla Njarðvíkingana í kvöld og tryggja þeim þau þrjú stig sem í boði eru. 

Mætum á Grýluvöll og styðjum strákana okkar til sigurs. 

Áfram Hamar!!! 

Leikir Hamars og Njarðvíkur í 2. deild 2011: 

Hamar-Njarðvík 1-2 

Njarðvík-Hamar 2-3