3684476_pc097372Það eru gleðilegar fréttir að æfingar skuli hefjast að nýju hjá stelpum í Hveragerði, en Knattspyrnudeild Hamars hefur ráðið Hjalta Val Þorsteinsson sem þjálfara fyrir 4. flokk kvenna í knattspyrnu. Flokkurinn hefur æfingar á næstu dögum og verður æft 2 – 3 x í viku frá maí – ágúst. Stefnt er að því að fara með stelpurnar á eitt eða fleiri opin mót í sumar og fljótlega verður haldinn foreldrafundur um málið.

Skráning er hafin hjá Ólafi Jósefssyni yfirþjálfara yngri flokka í gsm. 821 – 4583, olafur@hveragerdi.is. Nú þegar hafa 12 stelpur skráð sig, úr 6., 7. og 8. bekk, og búið er að stofnað fésbókarsíðu fyrir flokkinn.

Innanfélagsmót Hamars fer fram sunnudaginn 22. apríl 2012 í íþróttahúsinu í Hveragerði. Keppt verður í hópfimleikum þar sem allir hópar taka þátt. Ekki verða veitt sérstök verðlaun á mótinu heldur fá allir iðkendur viðurkenningu að móti loknu.

Skipulag móts:

10.15 Almenn upphitun + áhaldaupphitun (eldri hópar fá 3 umferðir á áhaldi)

11.00 Innmars – mót hefst

12.30 Móti lýkur – veittar viðurkenningar

  • · T1, T2, T4, T5 og T6 keppa á þremur áhöldum (dans, fibergólf og trampolín).
  • · T3 keppir á kistutrampolíni
  • · T4 keppir 2 umferðir á dýnu og 3 á trampolín/“hest“
  • · T5 keppir 1 umferð á dýnu og 1 umferð á trampolíni
  • · T6 keppir 1 umferð á dýnu og 1 umferð á bretti
  • · T7 og TS (strákar) gera eina umferð á fibergólfi og eina umferð á bretti

Fjölmenni mætti í íþróttahúsið á sumardaginn fyrsta til að fylgjast með skemmtiatriðum í tilefni 20 ára afmælis Hamars. 
Sjá má myndir frá deginum hér.

Íþróttafélagið Hamar fagnaði 20 ára afmæli 31. mars á þessu ári. Í tilefni þess verður efnt til afmælisfagnaðar í íþróttahúsinu í Hveragerði fimmtudaginn 19. apríl, sumardaginn fyrsta, kl. 15-17. Ýmislegt verður til skemmtunar og eftirtaldir munu koma fram.

Setning, Hjalti Helgason formaður Hamars 
Hátíðarávarp, Eyþór Ólafsson, bæjarfulltrúi. 
Fimleikasýning fimleikadeildar. 
Tónlistaratriði, Sædís Másdóttir. 
Leikþáttur úr Línu Langsokk.
Zhumba sýning barna. 
Ingó veðurguð tekur lagið.
Hreysti og þrautabraut fyrir krakka í umsjón Laugasports.

Kaffiveitingar, kaka og ís fyrir krakka.

Kynnir: Sævar Helgason

Allir velkomnir meðan húsrúm leyfir.