Nú ætlum við að fara í dósasöfnunarleiðangur þriðjudaginn 31. janúar n.k. til að safna fyrir Fimleikadeild Hamars. Allir sem vettlingi geta valdið mæta endilega við íþróttahúsið í Hveragerði kl. 17:30 og þar verður skipt í hópa eftir hverfum.

22. janúar síðastliðinn var mikill merkisdagur í blaki en þá unnir bræðurnir Hafsteinn og Kristján Valdimarssynir danska bikarmeistaratitilinn með liði sínu Marienlyst.  Leikurinn var frábær skemmtum og vann Marienlyst hitt stórliðið í Danmörku (Gentofte) 25-14, 21-25, 25-22 og 25-18. Hafsteinn var hrikalegur í hávörn Marienlyst og fékk hann mikið hrós af sérfræðingum danska sjónvarpsins.  

En þetta er bara áfangi hjá strákunum okkar þar sem Marienlyst tekur þátt í sterku norðurlandamóti næstu helgi og eftir það þarf að verja titil liðsins í deildinni.

Til hammingju strákar 

lid-500

 

10 vikna námskeið í Parkour (götufimleikum) er að hefjast laugardaginn 28.jan í íþróttahúsi Hveragerðisbæjar. Í tilefni þess verður kynningaræfing núna nk. laugardag (21.jan) og eru allir velkomnir frá 8 ára aldri. Námskeiðið kostar 8000 kr. og er æfingartíminn frá 20:00-21:30. Tökum við skráningum á laugardag! -Fimleikadeild Hamars

Aðalfundur Knattspyrnudeildar Hamar verður haldinn sunnudaginn 12.febrúar nk. kl. 18.00 í  aðstöðuhúsi við Grýluvöll.

Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf.

Tökum á móti skráningum og greiðslum með korti í íþróttahúsi Hveragerðisbæjar þessa tilteknu daga: 
  
Þriðjudagurinn 10.jan: 17:00-18:00 
Laugardagurinn 14.jan: 11:30-12:30 
  
Fimleikadeild Hamars

FUNDURINN 9.JAN VERÐUR KL: 17:00 – 18:00. Mjög mikilvægt að allir foreldrar/forráðamenn mæti. Þar verður boðið uppá skráningu fyrir vorönn 2012 í bæði fimleika og parkour, einnig verður boðið uppá fimleikafatnaðapantanir. 

LÁTTU SJÁ ÞIG! -Fimleikadeild Hamars

 

dreifib