Hamarsmenn eru byrjaðir að æfa á fullu í Hamarshöllinni undir stjórn Ingólfs Þórarins. Tveir nýir leikmenn skrifuðu undir félagaskipti á dögunum.

Það eru þeir Sveinn Fannar Brynjarsson og Ævar Már Viktorsson. Sveinn Fannar er fæddur 1992 og kemur frá Árborg. Sveinn Fannar er uppalinn hjá Selfossi og spilaði 7 leiki með Árborg á síðasta tímabili. Ævar Már er fæddur 1995 og er því einnig gjaldgengur í 2.flokk. Ævar Már spilaði 12 leiki með KFR í 3.deildinni á síðasta tímabili. 

2013-11-11 20.01.03

Sveinn Fannar

 

2013-11-11 20.00.15

Ævar Már

    

 

 

 

 

 

 

 

 

Við bjóðum þessa efnilegu drengi velkomna til okkar í Hveragerði.