Posts

Á herrakvöldi Hamars var að sjálfsögðu uppboð og aðrir vinningar. Vinningar sem ekki voru afhentir á herrakvöldinu sjálfu voru á eftirfarandi númerum.

Gjafakort í Laugarsport nr. 623

Gjafakort í Laugarsport nr. 237

Gjafakort í Laugarsport nr. 771

Gjafakort í Laugarsport nr. 681

Sundkort í Laugarskarði 30 miðar nr. 203

Sundkort í Laugarskarði 30 miðar nr. 436

Hægt er að nálgast vinningar í símanúmer 8562035 hjá Valla 

Í dag spilaði 5. flokkur Hamars og samstarfsfélaga sinn fyrsta leik á íslandsmóti sumarið 2017. A og B lið voru að spila við Reynir í Sandgerði og auðvitað stóðu strákarnir sig afskaplega vel, A liðið okkar vann sinn leik 7-1 og B liðið gerði 1-1 jafntefli í leik sem hefði getað endað 5-1 fyrir okkar mönnum en markvörður Reynis var í banastuði og varði frábærlega mörg dauðafæri okkar manna, framtíðinn er björt og áfram Hamar alltaf allstaðar 🙂

 

 

Herrakvöld Hamars verður haldið laugardaginn 2.maí 2015 á Hótel Örk. Húsið opnar klukkan 19:00 og verður glæsilegt hlaðborð að hætti Hótels Arkar í boði.

MIÐAVERÐ 6.800 KR. ATH GILDIR LÍKA SEM HAPPDRÆTTISMIÐI

Uppboðið verður einnig á sínum stað!

FORSALA
Miðasala í Shell í Hveragerði og Hamarshöllinni

EINNIG HÆGT AÐ PANTA MIÐA HJÁ

Steina 899-8898
Lárusi 660-1618
Matta 865-8712
Hjalta 896-4757

Í byrjun janúar lauk Guðmundur Þór Guðjónsson störfum fyrir Aðalstjórn Hamars. Að beiðni stjórnar Hamars tók Guðmundur að sér, í upphafi árs 2013, að leiða endurskipulagningu á fjármálum meistaraflokks í knattspyrnu. Þetta verkefni vann Guðmundur ásamt stjórn Knattspyrnudeildar. Öll megin markmið verkefnisins tókust og gott betur.

Aðalstjórn Hamars færði á dögunum Guðmundi þakkir og viðurkenningu fyrir vel unnin störf.