Hamar vann Val í Vodafone-höllinni í gærkvöldi 78-81 í æsispennandi leik þar sem framlengingu þurfti til en sigurinn okkar drengja. Stóru mennirnir voru öflugir en Örn skoraði 28 stig og tók 14 fráköst meðan Raggi Nat tók 18 fráköst og skoraði 20 stig. Eftir stendur að Hamar getur gulltryggt 3ja sætið fyrir úrslitakeppni með sigri á FSu hér heima nk. föstudag og því skyldumæting. Alveg er óljóst hvort Valur eða Haukar fara beint upp sem sigurvegarar 1.deildar karla en á eftir okkur er svo Höttur og Þór Akureyri sem fara í 4 liða úrslit um 1 laust sæti í úrvalsdeild næsta haust. 

Rétt er að minna alla Hamarsmenn að taka frá miðvikudagskvöld einnig þar sem stelpurnar eiga heimaleik gegn Stjörnunni en þetta er síðasti leikur fyrir úrslitakeppni 2ja efstu liðanna um úrvalsdeidlarsæti og tvö efstu liðin eru jú Sjarnan og Hamar en með sigri á miðvikudag tryggir Hamar sér heimaleikjaréttin og deildarmeistara-nafnbótina.  Allir að mæta miðvikadag kl. 19.15 og föstudag kl. 19.15  ÁFRAM HAMAR