Óskar Smári Haraldsson hefur gengið til liðs við Hamar frá Tindastóli. Óskar Smári er efnilegur framherji sem lék með Drangey í 3. deildinni í fyrra og hefur leikið vel fyrir Tindastól á undirbúningstímabilinu. 

Óskar Smári bætist í hóp þeirra Atla Hjaltested, Daníels Fernandes Ólafssonar, Kristjáns Vals Sigurjónssonar, Sigurðar Kristmundssonar og Vignis Daníels Lúðvíkssonar sem einnig hafa gengið til liðs við Hamar á undanförnum dögum. 

Þá er Hamar í viðræðum þessa dagana við erlenda varnarmenn, m.a. frá Serbíu og Póllandi, ásamt markvörðum frá Bandaríkjunum og Póllandi. Þá er einnig von á frekari liðsauka leikmanna frá íslenskum liðum á næstu vikum. 

Nánar verður skýrt frá leikmannamálum Hamars er fram líða stundir.