Lokahóf kvennaliðs Hamars

Kvennalið Hamars hélt lokahóf sitt laugardaginn 23. mars. Liðið átti saman góðan dag og fór í Aeriel Yoga á Selfossi þar sem liðsmenn prófuðu ýmsar kúnstir í slæðunum og tóku svo góða slökun undir Gong hljómum. Að því loknu var haldið í sund og svo snæddu leikmennirnir saman humarsúpu að
hætti Fjöruborðsins og áttu saman góða kvöldstund.

Leikmenn í Aeriel Yoga á Selfossi

Að venju voru þeir leikmenn sem þóttu skara fram úr á tímabilinu heiðraðir.


Perla María Karlsdóttir var valin besti varnarmaðurinn.
Una Bóel Jónsdóttir var valin efnilegasti leikmaðurinn.
Álfhildur Þorsteinsdóttir var valin dugnaðarforkurinn.
Íris Ásgeirsdóttir var valin mikilvægasti leikmaðurinn.
Leikmennirnir fengu glæsilega verðlaunagripi sem Hafsteinn Þór hjá Steinasafninu Ljósbrá útbjó.

Vinningshafar kvöldsins frá vinstri, Perla María, Álfhildur Þorsteinsdóttir og Íris Ásgeirsdóttir. Á myndina vantar Unu Bóel

Liðið endaði tímabilið að þessu sinni í neðsta sæti 1.deildar, en liðið er í uppbyggingarferli og stefnir á stærri hluti á komandi árum. Liðið er eingöngu skipað leikmönnum af Suðurlandi og margir ungir og
efnilegir leikmenn stigu sín fyrstu skref í meistaraflokki á tímabilinu og fengu stór hlutverk. Leikmennirnir fengu mikilvæga reynslu sem mun vafalítið skila sér á næsta tímabili. Áfram verður lagt kapp á að byggja upp gott kvennalið á Suðurlandi og þá er mikilvægt að byggja vel á góðum
grunni. Góðir hlutir gerast hægt gæti átt við í þessu tilfelli sem og oftar. Áfram Hamar.