Hamar vann í gær Fjölnir b í 1.deild kvenna nokkuð öruggt 79-58.  Stelpurnar leiddu allan tímann og sigurinn aldrei í hættu. Þær sitja sem fyrr í efsta sæti og eiga tvo leiki eftir í deildinni áður en úrslitarimma 2ja efstu liða fer fram um 1 laust sæti í úrlvalsdeild.

Fyrr um daginn var tilkynnt um val á yngri landsliðum Ísland til þátttöku á Norðurlandamótinu í vor og þar á Hamar 2 fulltrúa, þær Marín Laufey Davíðsdóttur (U18) og Dagný Lísu Davíðsdóttur (U16) en báðar eru að fara í 2 sinn á mótið. Til hamingju með það!

Í leiknum í gær var Íris stigahæst með 24 stig/9 stolna bolta og 5 stoðsendingar, Marín 14 stg/15 fráksöst, Katrín Eik 13 stig, Jenný 11, Bjarney 9, Álfhildur 6/11fráköst og Dagný Lísa 2 stig.

Rétt að minna á næsta leik hjá strákunum nk. föstudag hér heima gegn Hetti. Allir á völlinn.