Hamar vann seinni leikinn gegn KA um helgina í Mizunodeild karla í blaki í dag örugglega 3-1.

KA mætti líkt og í gær vel stemmdir til leiks og unnu fyrstu hrinuna 25-21. Hamarsmenn hrukku þá í gírinn og unnu næstu 3 hrinur, 25-20, 25-18 og 25-23. Hamarsmenn þurftu því að hafa meira fyrir sigrinum en í gær þar sem hrinurnar unnust gegn 12, 13 og 20 stigum.

Þrátt fyrir að tölurnar gefi vísbendingu um öruggan sigur, þá gáfust KA menn ekki upp fyrr en í fulla hnefana. Var orðið sæmilega heitt í kolunum undir lok leiks þar sem KA menn börðust af krafti fyrir að ná fram oddahrinu en það hefði verið í fyrsta skipti sem Hamar hefði lent í þeirri stöðu frá því liðið var stofnað. Það hafðist þó ekki og andstæðingar liðsins þurfa því að bíða enn um sinn eftir að hirða stig af Hamarsmönnum.

Hamar og KA öttu kappi í dag í fyrri leik liðana um helgina en seinni leikurinn fer fram á morgun, sunnudag, kl. 13:00.

KA mætti vel stemmt til leiks og var stemmningin þeirra megin í fyrstu hrinu. Fór svo að KA vann hana 26-24, eftir að Hamarsmenn klóruðu í bakkann undir lokin. Hamarsmenn vöknuðu þá til lífsins og unnu næstur hrinur 25-12, 25-13 og 25-20 og leikinn þar með 3-1.

Hamarsmenn eru því enn á toppi deildarinnar og hafa ekki tapað leik en liðið vann einmitt HK í toppslag deildarinnar um síðustu helgi, 3-1

Maður leiksins var Wiktor Mielczarek en hann átti frábæran dag á parketinu með 8 ása (stig skorað með uppgjöf), 7 stig úr smassi og 4 með hávörn.