Körfuknattleiksdeildir Hamars í Hveragerði og Þórs frá Þorlákshöfn hafa ákveðið að ganga til samstarfs í meistaraflokki kvenna og vera með sameiginlegt lið í 1. deild kvenna á næsta leiktímabili.  Sameiginlegt lið býr að góðum grunni meistaraflokksliðs Hamars sem leikið hefur í 1. deildinni undanfarin ár og stefnt er á efla þann hóp og halda áfram að byggja upp til framtíðar. Liðið mun æfa og keppa bæði í Hveragerði og Þorlákshöfn og er mikil spenna fyrir þessu sameiginlega verkefni.

Fyrsta verk nýskipaðs meistaraflokksráðs Hamars-Þórs var að ráða þjálfara og mun Hallgrímur Brynjólfsson þjálfa liðið næstu þrjú leiktímabil.   Hallgrímur hefur víðtæka þjálfarareynslu og þjálfaði meðal annars kvennalið Hamars frá 2012-2015 og kom liðinu þá upp í efstu deild. Hallgrímur hefur lokið þjálfaragráðu FECC frá FIBA auk þess sem hann hefur setið fjölmörg þjálfaranámskeið á vegum KKÍ.

Meistaraflokksráðið skipa Bjarney Sif Ægisdóttir, Guðni Birgisson, Gunnsteinn R. Ómarsson, Katrín Alda Sveinsdóttir, Jón Páll Kristófersson og Rannveig Reynisdóttir.

Körfuknattleiksdeild Hamars stendur fyrir sumarnámskeiði fyrir yngri iðkenndur. Námskeiðið verður haldið í íþróttahúsinu við Skólamörk og skal senda skráningu á netfangið: dadist14@gmail.com Ath að mikilvægt er að skrá í tíma svo hægt sé að áætla þann fjölda að starfsfólki sem þarf við hvert námskeið.

Daði Steinn Arnarsson gsm: 6901706

Gengið hefur verið frá samningum við bakvörðinn Anthony Lee fyrir komandi tímabil.

Anthony kemur til liðsins eftir farsælan feril með Kutztown háskólanum í Ameríska háskólaboltanum. Anthony er mikill skorari og er næst stigahæsti leikmaður skólans frá upphafi, en hann var með 27 stig, 7 fráköst og 5 stoðsendingar að meðaltali í leik á lokaári sínu hjá skólanum.

Mikil ánægja er með samninginn og væntumst við mikils af Anthony sem kemur til landsins í lok sumars.

Hamar hefur samið við Hollendinginn Ruud Lutterman um að
leika með liðinu á komandi tímabili í Fyrstu deild karla.

Ruud er rúmlega tveggja metra kraftframherji sem kemur til
liðsins eftir fjögurra ára nám í Ameríska háskólaboltanum.

Ruud sem er 23 ára gamall lék með bæði U20 og U18 ára
landsliðum Hollendinga og kemur til landsins í lok sumars.