A-lið Hamars kvenna gerði góða ferð á árlegt hraðmót HSK í blaki sem fram fór 30. október á Laugarvatni.  Hamar sendi einnig B-lið til leiks og stóðu þær sig með ágætum þótt ekki kæmu verðlaun í hús að þessu sinni. ÁFRAM HAMAR!

Sundráð HSK býður um helgina upp á æfingabúðir í sundi í Þorlákshöfn. Þar munu sunddeildirnar frá Selfossi, Hamri og Dímoni koma saman, styrkja böndin og auðvitað synda mikið. Eldri iðkendur verða tvo daga en þeir yngri einn dag. Það verður því mikið fjör í Þorlákshöfn og gaman verður að fylgjast með öfluga sundfólkinu okkar þar.

Krakkablak verður á fimmtudögum frá klukkan 18.15 til 19.15 í Hamarshöllinni. Þjálfarinn er Barbara Meyer. Nánari upplýsingar hjá Barböru í síma 8964446 ( helst senda sms). Önnin kostar 7000 kr.

Allir á aldrinum 6 -13 ára velkomnir og viljum við helst fá sem flest börn af Suðurlandinu til að prufa krakkablak.

Það geta allir spilað krakkablak.

Krakkablak er skemmtilegt og allir geta verið með. Krakkarnir læra tækniæfinga og þróa hreyfiþroska.

Styrkleikastig fyrir alla.

Magnús Tryggvason þjálfari hjá Sunddeild Hamars útskrifaðist af Level 3 þjálfaranámskeiði Alþjóðasundsambandsins (FINA) sem haldið var á vegum Sundsambands Íslands nú í lok september. Er þetta æðsta stig þjálfaramenntunar sem FINA býður upp á. Sá sem kenndi á námskeiðinu var Genadijus Sokolovas sem er einn helsti sérfræðingur heims í sundi og hefur hann komið að þjálfun helstu afreksmanna heimsins í sundi eins og Michael Phelps og Natalie Coughlin.

Þeir sem sátu þetta námskeið voru sammála um að þeir höfðu lært gríðarlega mikið og það hefði verið mikill heiður að fá þennan sundsérfræðing hingar til lands. Magnús var eini Íslendingurinn sem sat þetta alþjóðlega námskeið og er því fyrsti Íslendingurinn sem nær þessu þjálfarastigi.

Við óskum Magnúsi innilega til hamingju með þennan áfanga.