Þá hafa allir yngriflokkar hjá körfuknattleiksdeild Hamars lokið keppni þennan veturinn. Um liðna helgi fóru yngstu börnin til Þorlákshafnar þar sem Selfoss, Hamar og Þór hittust og spiluðu sín á milli. Eftir leikina fengu svo allir hressingu og þannig slógum við botnin í vetrarstarfið hjá börnum í 1-4 bekk. Laugardag og Sunnudag var síðasta keppnishelgi hjá MB 10 og var það mót haldið í Garðabæ. Mótið gekk mjög vel og var gaman að sjá framfarinar hjá strákunum í vetur. Einnig fengu hluti af strákunum í 4 bekk að keppa sem b lið og spiluðu gegn strákum einu ári eldri. Virkilega flottir strákar sem gáfu þeim eldri ekkert eftir og unnu alla sína leiki örugglega. Sannarlega björt framtíð í yngir flokkum hjá okkur í Hamri. Fjöldi barna sem æfa er með því mesta sem verið hefur og árangurinn eftir því. Eldri hóparnir munu æfa út Maí mánuðu og þá taka við sumarnámskeið.