Á aðalfundi Íþróttafélagsins Hamars var tilkynnt hvaða iðkendur voru valdir sem íþróttamenn/konur deilda. Er það vaskur hópur hæfileikaríkra íþróttaiðkenda sem sjá má hér á þessari mynd:

Íþróttamenn/konur hverrar deildar voru valdir (af deildum) sem hér segir:

Badmintonmaður ársins: Margrét Guangbing Hu
Blakmaður ársins: Ragnheiður Eiríksdóttir
Fimleikamaður ársins: Birta Marín Davíðsdóttir
Knattspyrnumaður ársins: Hafþór Vilberg Björnsson
Körfuboltamaður ársins: Helga Sóley Heiðarsdóttir
Sundmaður ársins: María Clausen Pétursdóttir

Á aðalfundi Íþróttafélagsins Hamars, sem haldinn var 25. febrúar 2018 var svo íþrótamaður Hamars fyrir árið 2017 valinn af framkvæmdastjórn Hamars. Var það Margrét Guangbing Hu sem var valin og er hún því rétt kjörin Íþróttamaður/kona Hamars fyrir árið 2017. Aðalstjórn óskar Margréti innilega til hamingju með verðskuldaða viðurkenningu.

 

 

Leikur Harmar og ÍR  var jafnt á öllum tölum frá upphafi til enda. Eftir 1.leikhluta og 17-17 niðurstaðan og 28-27 í tepásunni og mikið um tapaða bolta en baráttan í báðum liðum til fyrirmyndar en skotnýtingin hjá báðum liðum kannski ekki eins góð.

ÍR byrjaði að krafti í 3ja leikhluta, þær settu niður 3 víti og 3ja stiga körfu í kjölfarið. ÍR spiluðu einnig fanta góða vörn út 3ja leikhluta. Hamar náði forustu 37-36 stig og komust yfir en ÍR setti 4 síðustu stigin og 37-40.

Allt í járnum í seinasta leikhluta þar sem barátta á köflum svipaði til góðra átaka í handknattleik. ÍR gerði út um leikinn þegar um 1 mínúta var til leiksloka og náðu 6 stiga forustu. Sigri ÍR var ekki ógnað og lokatölur 49-53.

ÍR var yfir á hárréttu augnabliki í lokin og kláruðu aftur sigur í Hveragerði. Hnífjöfn lið með mikla baráttu en það lið vinnur sem er yfir í leikslok. Raunar grátlegt að tapa fyrir þessu ÍR liði í öllum viðuregnunum í vetur, liðin mjög áþekk og spila sömu afbrigði leikkerfa. Í þessum leikk var bara hvort liðið hittu 1% meira og það var ÍR í þessu tilfelli.

Engin tölfræði yfir þennan leik (kemur vonadi inn síðar) en þeim mun meira um villur, tapaða bolta og varin skot. ÍR voru með ófá varin skot og sind að það sé ekki skráð áreiðanlega. Eins hefði verið gaman að sjá hversu oft liðin skiftust á að hafa forustu og jafn á mörgum tölum í leiknum.

Slæmur dagur má segja hafi verið hjá dómurunum sem dæmdu bæði misjafnt og leyfðu á tímabili allt of mikla hörku. Samt sem áður réð það ekki úrslitum leiksins (fullirðing ritara) og dómurum leyfilegt að eiga slæman dag eins og leikmönnum.

 Næsti leikur hjá okkar stelpum er í Grindavík þann 6.febrúar nk.