KR stúlkur voru góðar í kvöld þegar þær unnu okkar stúlkur 44-82 en allt í reynslubankann hja okkar konum.

Þáttaskil

Þáttaskilin komu í 2. og 3. leikhluta þegar KR kláraði leikinn og í raun var staðan í hálfleik það afgerandi að lítil spenna var í leiknum og báðir þjálfarar rúlluðu á öllum sínum mannskap.  

Tölfræðin lýgur ekki

23-42 í hálfleik og bara helgin framundan hjá báðum liðum. Tölfærðin var öll gestunum í vil og engin einn leikmaður sem skaraði fram út í stigaskori eða frákastagleðinni. Dómararnir voru í aðalhlutverki með fjöldan allan af villudómum(55) í annars ekki svo grófum leik. Lokatölur 44-82 en samt vann Hamar síðasta leikhlutann 17-12 sem smá sárabætur.

Kjarninn

Hamars konur voru ragar að sækja á körfuna og sýndu ekki sama leik og td. í Grindavík fyrir 2 vikum þar sem trúin var klárlega meiri en gegn KR í kvöld. KR er með meiri breidd og kjarnan ungar stelpur með reynsluboltum inn á milli og stefnir allt í að þær fari upp um deild, annað er stórslys. Það var í raun miklu betra flæði á leik KR eftir að Desiree Ramos fór á bekkin í 1.leikhluta með 3 villur.

Góður dagur hjá liðsheild KR og Hamars konur komst ekki skrefinu lengra en KR vörnin leyfði þeim.

Slæmur dagur… mikið sem Hamarskonur þurfa að æfa vítaskotin og enn einn slæmur dagur á vítalínunni. Allt Hamarsliðið getur miklu betur en samt enginn að tapa gleðinni í blómabænum.

 

Tölfræði

http://www.fibalivestats.com/u/KKI/646638/bs.html

 

 

Hamars stúlkur hrukku í gang of seint fyrir þegar ÍR kom í heimsókn í 1. deildar körfunnar þetta þriðjudagskvöldið. Eftir skelfilega skotnýtingu og mikið af mistökum framan af leik var staðan 23-38 fyrir síðasta hlutann og ekki mikil skorað. Það varð samt  skyndilega úr spennuleikur í Hveragerði þegar okkar stelpur rifu sig í gang og skoruðu 18 stig í síðasta leikhluta á móti 5 stigum ÍR. Það var einkum 2 stórir þristar frá Helgu Sóley undir lokin sem “kveikti” í áhorfendum og liðinu. Þetta reyndist samt of seint þar sem síðasta skot leiksins geigaði hjá Þórunni þegar leiktíminn var að renna út, lokatölur 41-43 fyrir ÍR. Ef og hefði og allt það en ÍR fagnaði vel sínum fyrstu stigum í vetur. Hamarsstúlkur fundu ekki fjölina sína í skotum framan af leik en ÍR konur voru klókar og miklu áræðnari í byrjun leiks þar sem  þær lögðu grunn að sigrinum .

16-26 í hálfleik segir sitt um skotnýtingu beggja liða. Í lokin var ÍR með 30% FG nýtingu meðan Hamar var með 10% í hálfleik en náði nýtingunni upp í 18% í heildina með óttrúlegum lokakafla. Hamar vann aðeins einn leikhluta, þann síðasta.

Kjarninn.   ÍR konur miklu sterkari í fyrri hálfleik og Hamarsstúlkur algerlega heillum horfnar með skotnýtingu einhverstaðar í kjallara Frystikistunnar. Skotnýting Hamarskvenna var þeim helst að falli en ÍR hélt haus og áttu heilt yfir sigurinn skilið.

Góður dagur hjá Hönnu Þrastardóttur hjá ÍR sem setti 14 stig og 18 framlagsstig meðan Þórunn Bjarnadóttir stýrði leik Hamars og skoraði 15 stig, tók 9 fráköst og með 4 stoðsendingar. Helga Sóley kom næst með 7 stig en var frekar óheppin í sínum skotum þar til hún kom með tvo “flugelda” í lokin.

Tölfræði úr leiknum

Kvennalið Hamars í 1. deild fékk Fylki í heimsókn í kvöld.

Leikurinn var svokallaður 6 stiga leikur þar sem bæði lið voru í botnbaráttu og því að miklu að keppa.

Hamar byrjaði leikinn vel og komst í 2-0 í jöfum og spennanfi hrinum. Liðið átti svo erfitt með að halda einbeitingu í 3ju hrinu og tapaði henni 16-25.

4ða hrinan var svo jöfn og spennandi. Hamar lagði allt í sölurnar til að vinna hrinuna og sleppa við að fara í oddahrinu. Fór svo að hamar sigraði 28-26 og þar með leikinn 3-1 og lyfti sér með því úr botnsæti deildarinnar, uppfyrir ÍK sem er án stiga og upp að hlið Fylkis sem er einnig með 3 stig.