Karlalið Hamars sem leikur í 1. deild náði þeim markverða árangri að komast í 8 liða úrlit bikarkeppni Blaksambandsins, Kjörísbikarnum í dag þegar dregið var í 3. umferð.

Hamar var í pottinum eftir 3-0 sigur á HK-C í 2. umferð en það vildi svo til að nafn liðsins kom aldrei upp úr pottinum og situr því hjá í 3. umferð og er sjálfkrafa komið í 8 liða úrslitin.

Leikurinn í 8 liða úrslitum verður alltaf á heimavelli vegna heimaleikjaréttar neðrideildaliða en leikdagur skýrist ekki fyrr en dregið er þann 23.2.2017.

Liðið er nú aðeins einum sigri frá því að taka þátt í bikarhelgi BLÍ í Laugardagshöll.

Tveir lykilmenn frá síðasta tímabil sömdu á dögunum um að spila áfram með Hamri næsta tímabil. Tómas Aron Tómasson og Hrannar Einarson voru mikilvægir hlekkir í liðinu á síðasta tímabili þegar liðið var hársbreidd frá því að komast upp í 3. deild. Tómas Aron kom frá Val fyrir tvem árum og er því að byrja sitt þriðja tímabil fyrir Hamar. Tómas Aron er öflugur varnarmaður með mikla leiðtogahæfileika. Hrannar kom til liðs við Hamar fyrir síðasta tímabil frá Fram, áður hafði hann spilað meistaraflokks leiki fyrir Breiðablik og KR. Hrannar er sókndjarfur miðjumaður og er duglegur að leggja upp og skora mörk fyrir liðið. Báðir koma þeir úr unglingastarfi Breiðabliks. Hamar væntir mikils af þessum öflugu leikmönnum í sumar.

Undirbúningstímabilið er komið á fullt skrið undir stjórn Liam Killa. Æft er af krafti og var fyrsti æfingaleikur liðsins um síðustu helgi þegar spilað var gegn Stokkseyri á Selfossvelli. Hamar vann leikinn örruglega 3-0 og var markamaskínan Tómas Hassing með öll þrjú mörkin.

Liðið mun spila í Fotbolta.net mótinu sem hefst 4. febrúar á Selfossvelli þegar Tindastóll kemur í heimsókn.

Tómas Hassing byrjar árið með þrennu.

Íþróttafélagið Hamar býður flóttafjölskyldu frá Sýrlandi velkomna til Hveragerðis, um leið hefur aðalstjórn Hamars ákveðið að bjóða ungmennum innan fjölskyldunnar að æfa íþróttir hjá Hamri á árinu 2017. Það er von aðalstjórnar að þetta hjálpi ungmennum innan fjölskyldunnar að aðlagast nýjum aðstæðum hér í Hveragerði.