Íþróttamenn Hveragerðis 2016

Að þessu sinni voru 15 íþróttamenn heiðraðir en þeir hafa sýnt mikinn metnað til að ná langt í sinni íþróttagrein og eru svo sannarlega góð fyrirmynd fyrir bæinn og yngri íþróttamenn.

Eftirfarandi íþróttamenn voru í kjöri:

  • Ágúst Örlaugur Magnússon knattspyrnumaður
  • Björn Ásgeir Ásgeirsson körfuknattleiksmaður
  • Dagný Lísa Davíðsdóttir körfuknattleikskona
  • Fannar Ingi Steingrímsson golfari
  • Hafsteinn Valdimarsson blakmaður
  • Hekla Björt Birkisdóttir fimleikakona
  • Hrund Guðmundsdóttir badmintonkona
  • Kristján Valdimarsson blakmaður
  • Kristrún Rut Antonsdóttir knattspyrnukona
  • Matthías Abel Einarsson lyftingamaður
  • Úlfar Jón Andrésson íshokkímaður

Einnig fengu þeir viðurkenningu sem hafa hlotið Íslands- og bikarmeistaratitla á árinu.

Hin unga og efnilega fimleikakona, Hekla Björt Birkisdóttir, var kjörin íþróttamaður ársins í hófi menningar, íþrótta og frístundanefnar Hveragerðisbæjar. Hekla Björt var Íslands- og deildarmeistari í fullorðinsflokki í hópfimleikum, með blönduðu liði Selfoss. Hún var valin í landslið U18 ára blandað lið Íslands í hópfimleikum sem tók þátt í mjög sterku Evrópumóti í Slóveníu og lenti liðið í 3. sæti. Hún var lykilmaður í liði Íslands og keppti á öllum áhöldum. Hekla Björt hefur stundað fimleika hjá fimleikadeild Selfoss í nokkur ár, en áður var hún í fimleikadeild Hamars. Hekla Björt hefur tekið miklum framförum í greininni síðustu ár og er orðin ein af fremstu fimleikakonum landsins.

Hafsteinn Valdimarsson, blakmaður ársins 2016

Hafsteinn er 27 ára leikmaður með Waldviertel Raffaissen í Austurríki en á síðasta keppnistímabili lék hann með Marienlyst í Odense í Danmörku. Waldviertel Raffaissen er í toppbaráttunni í austurrísku deildinni auk þess að vera í Evrópukeppni. Þessi vistaskipti eru því klárlega skref upp á við fyrir Hafstein.

Afrek Hafsteins 2016

o Danskur bikarmeistari með Marienlyst.

o 2. sæti í dönsku úrvalsdeildinni

o Spilaði með liði sínu í úrslitum Norður-Evrópukeppni félagsliða þar sem liðið endaði í 2. sæti.

o Valinn í lið ársins í Danmörku á síðasta tímabili.

o Stigahæsti leikmaður dönsku úrvalsdeildarinnar í hávörn.

o Einn af burðarásum karlalandsliðs Íslands sem tryggði sér sæti í annari umferð í forkeppni HM í fyrsta skipti í sögu liðsins.

o Íslandsmeistari í strandblaki með Kristjáni Valdimarssyni.

Hafsteinn Valdimarsson er fyrirmyndar blakmaður og æfir af kappi með liði sínu Waldviertel Raffaissen. Hann lék sinn 50. karlalandsleik á árinu og frammistaða hans með landsliðum Íslands er til fyrirmyndar.

Greinin er unnin upp úr grein á heimasíðu Blaksambands Íslands 28.12.2016

Sunnudaginn 18. Desember fór fram bikarleikur í 9. Flokki karla. Valur tók þá á móti sameiginlegu liði Hamars og Þórs, spilað var í OgVodafone höllinni og fyrirfram var búist við frekar erfiðum leik gestanna þar sem heimaliðið er jú ríkjandi íslandmeistarar. Leikurinn byrjaði þó nokkuð jafn og að loknum fyrsta leikhluta leiddu heimamenn með sex stigum, 21-15, og gaf þessi byrjun gestunum byr í seglin og trú á verkefnið. Valsmenn voru þó ekkert endilega á því að vera eitthvað að leyfa gestunum að komast inní leikinn og bættu við forskotið þannig að í hálfleik leiddi Valsmenn með 21 stigi. Þessi munur hélst svo út leikinn þannig að þótt gestirnir hafi verið nokkuð ánægðir með að veita íslandsmeisturunum keppni verður að hafa það bak við eyrað að vissulega var heimaliðið með öruggu forustu allan seinnihálfleik. Leikurinn var þó fínasta skemmtun þar sem ungir leikmenn fengu að spila á aðalvelli OgVodafone hallarinnar og virtust bara njóta þess að fá að vera aðalstjörnur þessa sunnudagskvölds þar sem boðið var uppá skemmtilegan körfubolta. Stigahæstir heimamanna voru Ástþór Svalason 34 stig og Ólafur Gunnlaugsson 18 stig. Hjá Hamri/Þór var Sæmundur Þór Guðlaugsson með 23 stig og Arnar Dagur Daðason með 23 stig