Körfuknattleiksbúðir Hamars verða haldnar í Frystikistunnu í Hveragerði samhliða bæjarhátiðna Blómstrandi dagar. Búðirnar verða föstudag til sunnudags og er reynt að hafa tímasetningar þannig að allir geti upplifað sem mest af þessari skemmtilegu helgi.

Tímasetningar eru þessar:

Föstudagur
Kl 16.00-18.00 krakkar fæddir 2006-2003
Kl 18.00-20.00 krakkar fæddir 2002-1999
Laugardagur
Kl 10.30-13.00 krakkar fæddir 2006-2003
Kl 16.30-19.00 krakkar fæddir 2002-1999
Sunnudagur
Kl 10.30-13.00 krakkar fæddir 2006-2003
Kl 13.00-15.30 krakkar fæddir 2002-1999
Þrír þjálfarar munu koma í heimsókn og stjórna æfingum auk þess sem von er á góðum gestum í heimsókn.
Skráningar í búðirnar eru í netfang: dadist14@gmail.com eða í síma 690-1706

KKd. Hamars hefur borist góður liðstyrkur fyrir átökin í 1.deild karla á komandi tímabili. Þorsteinn Gunnlaugsson hefur sammið við Lárus Inga og félaga í Hamri en Þorsteinn hefur undangegnin tímabil verið einn af öflugustu mönnum Breiðabliks í 1.deildinni og spilar jafnan sem framherji. Þorsteinn var með 14.5 stig og 5,7 fráköst að meðaltali sl. vetur og verður án efa góður liðstyrkur fyrir Hvergerðinga.

Á meðfylgjandi mynd eru samningar handsalaðir og bæði Þorsteinn og Lárus Ingi í keppnisgallanum 🙂

5. flokkur Hamars/Ægis sigurvegarar á N1 móti KA

10443125_799600836741395_9134460625331803632_o 10491096_10152453931847752_4297038746879455163_n

Sameiginlegt lið Hamars/Ægis í 5. flokki karla sendi tvö lið á stærsta knattspyrnumót landsins, N1

mót KA. Um fimmtán hundruð leikmenn tóku þátt í mótinu sem fram fór á Akureyri dagana 2. -5. júlí.

10488093_10152453934472752_2100860344324863812_n 10509564_10152453938502752_6789055638118157329_n 10448789_10152453929637752_5797875959965391835_n

Mótið var mjög vel heppnað þrátt fyrir töluverða vætu.

Bæði náðu liðin frábærum árangri, en þau kepptu annars vegar í Chileansku deildinni og hins vegar í

þeirri Ensku.

10402943_10152453957757752_3155773250651852480_n  10462715_10152453949182752_5677050187949503341_n

E-lið Hamars/Ægis komst í átta liða úrslit og endaði í fimmta sæti, sem er glæsilegur árangur.

C-liðið gerði sér lítið fyrir og sigraði sína deild eftir harða baráttu við Tindastól í úrslitaleik sem endaði

með vítaspyrnukeppni.

Leikmenn og þjálfarar eiga hrós skilið fyrir frábæran árangur. Það er óhætt að segja að samstarf

félaganna sé vel heppnað og framtíðin björt!

10527455_10152453965967752_930089633900602702_n 10352347_10152453966542752_4128489283428676014_n 10410636_10152453973747752_3035499498070800210_n

Gleði tár.

Smábæjarleikarnir á Blönduósi

Helgina 21-22 júní fóru fram Smábæjarleikar Arion banka á Blönduósi. Það er knattspyrnumót fyrir

yngri flokka frá minni bæjarfélögum og dreifðari byggðum. Mótið fór fram í ágætisveðri þetta árið og

eins og í fyrra sendi Hamar fjögur lið til keppni, tvö lið í 6. Flokki og tvo lið í 7. Flokki.

Heilt á litið var árangur Hamarsmanna mjög góður. Fleiri leikir unnust en töpuðust hjá öllum liðum

og B-lið 6.flokksins, skipað strákum á yngra ári tók sig til og tapaði ekki einum einasta leik og sigraði

mótið á hádramatískan hátt eftir að hafa lent þremur mörkum undir í úrslitaleik. Þeir létu ekki

mótlætið buga sig og rétt fyrir lok venjulegs leiktíma jafnaði Hamar. Svo skammt var til leiksloka

að dómarinn var búinn að setja upp í sig flautuna og átti bara eftir að frussa í hana í síðasta sinn.

Framlenging staðreynd!

Mikil barátta var alla framlengingu og skildu bæði lið jöfn eftir hana og samkvæmt reglum mótsins

var hlutkesti látið ráða úrslitum í leiknum. Liðstjórar og þjálfarar voru kallaðir á fund mótanefndar

þar sem hlutkestið var framkvæmt í vitna viðurvist en þó inn á lokaðri skrifstofu 150m frá vellinum.

Á meðan biðu leikmenn með hendur á öxlum hvers annars og foreldrar með hendurnar upp í

sér, nagandi á sér neglurnar af spennu. Eftir óratíma, að undirrituðum fannst, birtist svo liðstjóri

Hamarsliðsins með geislandi sólskinsbros á vör og ljóst varð að Hamar hafði sigrað hlutkestið og þar

með mótið. Gríðarlegur fögnuður braust út og stolt og gleði skein úr hverju andliti. Vissulega má segja

að hlutkesti sé ekki sanngjörn leið til að knýja á um úrslit, en það datt með okkur í þetta skiptið.

Yngstu strákarnir voru að spila á sínu fyrsta stóra móti og var ég svo heppinn að vera liðstjóri þeirra.

Á ýmsu gekk hjá þeim og tók þá ca tvo leiki að aðlagast kick & run leikstílnum sem undirritaður taldi

vænlegasta kost í stöðunni. Byrjað var á að finna þann sem gæti tekið lengsta útsparkið og hann

settur í markið. Hinir fengu svo það hlutverk að ná boltanum og skora. Leikplanið gekk fullkomlega

upp og röðuðu mínir menn inn mörkunum. Það þurfti stundum að minna leikmenn á að vörn væri

skemmtilegt tilbrigði við fótboltan en það náði ekki eyrum allra. Það er skemmst frá því að segja að

mínir menn unnu hvern leikinn á eftir öðrum. Endaði liðið í 5 sæti og verður það að teljast frábært og

framar björtustu vonum mínum.

Það er heldur betur að koma í ljós hvað góð þjálfun og bestu mögulegar aðstæður er strax

farin að skila sér í betri fótbolta, betri leikmönnum og betri úrslitum. Já og auðvitað ánægðri

stuðningsmönnum sem voru, eins og allir leikmenn, Hamri og Hveragerði til sóma.

Þorsteinn T. Ragnarsson