Dagbjartur Kristjánsson var stigahæsti karlmaðurinn á Héraðsmótinu.

11. júní fór síðasta sundmót tímabilsins fram, Héraðsmót HSK hér í Hveragerði. Gaman var að sjá hvað yngstu sundmennirnir okkar stóðu sig vel en einnig var gaman að fylgjast með eldri sundmönnum eiga flott „comeback“ á þessu móti. Stigahæsti karlinn á mótinu kom einnig úr okkar röðum en það var hann Dagbjartur Kristjánsson.

Úrslit mótsins urðu þessi:

Hamar, Hveragerði 110 stig. 
Sunddeild UMFSelfoss 103 tig. 
Dímon, Hvolsvöllur 17 stig.

Þann 6. júní s.l. var farið í hina árlegu vorferð sunddeildar Hamars. Leiðin lá í Mosfellsbæinn og var farið í sund í hina glæsilegu sundlaug sem þar er. Á eftir var snæddur dýrindis kvöldverður á American Style á Bíldshöfða. Ferðin gekk í alla staði mjög vel og var hegðun og framkoma barnanna alveg til fyrirmyndar. Það er óhætt að segja að sundkrakkar Hamars séu algjörir snillingar!