Hér að neðan er að finna upplýsingar úr reglugerð Aðalstjórnar Hamars um styrki úr sjóðum félagsins.
Hamar fær tekjur/styrki frá Hveragerðisbæ og Lottótekjur frá HSK (Héraðssambandið Skarphéðinn).
Þessum tekjum er skipt eftir fyrirfram ákveðinni reglu í Barna- og unglingasjóð (50%), meistaraflokkssjóð (30%), tækjasjóð (10%) og ferðasjóð (10%).
Tækjasjóður 10 % – hámark 250.000 kr til hverrar deildar á ári
Sækja þarf sérstaklega um í tækjasjóð. Umsókn send á verkefna/framkvæmdastjóra ásamt reikning(um). Verkefna/framkvæmdastjóri áframsendir umsókn á aðalstjórn og fær samþykki/neitun. Stjórn metur upphæð styrkja til hverrar deildar fyrir sig í samráði við verkefna/framkvæmdastjóra út frá því hversu vel sjóður stendur hverju sinni.
Hægt er að sækja um hvenær sem er. Ekki er leyfilegt að sækja um fyrir sömu tækjakaupum oftar en einu sinni og kaupin þurfa að tengjast íþróttaiðkun deildar. Ekki er hægt að sækja um styrk í tækjasjóð fyrir kaupum á búningum eða öðrum fatnaði.
Ferðasjóður 10% – 50% af heildarkostnaði úthlutað, hámark 80.000 kr. á ferð. Metið þó í hvert skipti.
Sækja þarf sérstaklega um í Ferðasjóð. Umsókn send á verkefna/framkvæmdastjóra ásamt reikning(um) sem áframsendir umsókn á aðalstjórn og fær samþykki/neitun. Stjórn metur upphæð styrkja til hverrar deildar fyrir sig í samráði við verkefnastjóra/framkvæmdastjóra út frá því hversu vel sjóður stendur hverju sinni. Kostnaður sem sótt er fyrir þarf að tengjast ferðakostnaði. Ekki er greitt úr ferðasjóði fyrir matarkostnaði.
Meistaraflokkssjóður 30%
2x er úthlutað til Meistaraflokka. Haust og Vor – Miðast við 350.000 kr á hverja meistaraflokksdeild en fer þó eftir stöðu sjóðs hverju sinni.
Barna- og unglingasjóður 50%
Við úthlutun er tekið til viðmiðunar iðkendafjöldi (60%) og jöfn útborgun á deildir (40%)
3x á ári er úthlutað úr barna- og unglingasjóði. 50% að vori – 40% að hausti og svo 10% í byrjun árs.
Samþykkt á fundi aðalstjórnar 9.3.2020
ATH: Umsóknareyðublað er væntanlegt á vefinn. Hægt er að nálgast eyðublað hjá verkefnastjóra Hamars gegnum netfangið sandrabjorgg@gmail.com.
Forsendur fyrir úthlutun:
- Öll námskeið deilda skulu vera skráð í kerfi Nóra.
- Deild skal halda aðalfund og skila ársreikningi ár hvert samkvæmt lögum félagsins.
Deildir Íþróttafélagsins Hamars geta einnig sótt um í Afreks- og styrktarsjóð Hveragerðisbæjar
Reglur um Afreks- og styrktarsjóð Hveragerðisbæjar má finna á heimasíðu bæjarins
Umsóknareyðublað má nálgast hér