Tag Archive for: Forsíða

Glæsilegt Íslandsmót unglinga var haldið í TBR húsunum 5. – 7. apríl sl. 129 keppendur voru skráðir til leiks. Hamar valdi 18 keppendur að þessu sinni til keppni, bæði í A og B flokkum og sex fóru áfram í undanúrslitin á sunnudeginum.

Tveir Íslandsmeistaratitlar komu yfir heiðina og tvö silfur. Rebekka Einarsdóttir er Íslandsmeistari í U15B en hún sigraði Barböru Jankowska frá Leikni í einliðaleik.
Rakel Rós Guðmundsdóttir vann silfur í einliðaleik kvenna í U17B eftir spennandi viðureignir í einum stórum riðli á laugardeginum.
Íris Þórhallsdóttir Hamri og Aldís Davíðsdóttir TBR töpuðu úrslitaleiknum sínum á móti Lilju Guðrúnu Kristjánsdóttur og Silju Rós Sigurðardóttur úr BH. Íris og félagi hennar Nam Quoc Nguyen úr KR gerðu sér svo lítið fyrir og sigruðu síðasta tvenndarleik Hamars og kræktu sér í sinn fyrsta Íslandsmeistaratitil í U11A.

Skemmtimót U11B var svo haldið samhliða mótinu á laugardag í eldra húsi TBR þar sem yngstu og efnilegustu krakkarnir fengu að spreyta sig í einliða og tvíliðaleikjum. Allir fengu svo þátttökuverðlaun í lokin. 

Frábær árangur okkar fólks um helgina og virkilega gaman að sjá framfarirnar hjá krökkunum í vetur. ÁFRAM HAMAR!! 

Nánar um mótið og úrslit má finna hér.

Rakel Rós
Rebekka og Barbara
Nam, Íris, Lilja og Kári
Allt á fullu í lotu tvö!

AÐALFUNDUR 2024

FUNDARBOÐ

Íþróttafélagið Hamar heldur aðalfund í Grunnskólanum í Hveragerði

Mánudaginn 11. mars 2024 kl. 20:00

Fundarefni:

  1. Fundur settur.
  2. Kosinn fundarstjóri og fundarritari.
  3. Farið yfir ársskýrslu félagsins.
  4. Gjaldkeri leggur fram reikninga félagsins til samþykktar.
  5. Umræður um skýrslu formanns og gjaldkera og reikningar félagsins bornir upp til samþykktar.
  6. Verðlaunaafhending og kjör íþróttamanns Hamars.
  7. Lagabreytingar.
  8. Gjaldkeri leggur fram fjárhagsáætlun aðalstjórnar til samþykktar og deilda til staðfestingar.
  9. Stjórnarkjör.
  10. 10.Skoðunarmenn kosnir.
  11. 11.Önnur mál.

Verið velkomin

Stjórnin

Hamar hrúgaði inn verðlaunum á Unglingameistaramóti UMFA um helgina. 

Úlfur Þórhallson vann tvö silfur í U17A í einliða- og í tvíliðaleik með Ástþóri Gauta Þorvaldssyni TBR. Rakel Rós Guðmundsdóttir sigraði einliðaleik í U17 og fékk silfur með Rebekku Einarsdóttur í tvíliðaleik. Rebekka keppti upp fyrir sig í tvíliðaleik en vann svo tvö gull í sínum flokki U15B í einliða- og tvenndarleik. Hún sigraði tvenndarleikinn með Vilhjálmi Hauk Leifs Roe. Vilhjálmur sigraði sömuleiðis tvíliðaleik ásamt Birgi V. Kristinssyni úr BH.

Hugrún Björk Erlingsdóttir, Matthías Þór Eyþórrson, Arnfríður Óladóttir og Hulda María Hilmisdóttir lentu öll í 3 sæti í U15B flokknum. Natan Rafn Valkyrjuson og Sigurbjörn Friðriksson lentu í 3ja sæti í U13B. 

Íris Þórhallsdóttir fékk eitt gull og tvö silfur í U13B. Silfur í einliðaleik og í tvíliða með Aldísi Davíðsdóttur úr TBR og svo gull í tvenndarleik með Nam Quoc Nguyen úr KR. En Íris og Sigurbjörn eru enn í U11 en fengu að keppa upp fyrir sig í þessu móti þar sem ekki var keppt i þeirra aldursflokki.

Virkilega góður árangur Hamarskrakkanna – framtíðin er björt. ÁFRAM HAMAR!!!

Öll úrslit og leiki má finna hér.

Aðalfundur Sunddeildar Hamars verður haldinn þriðjudaginn 6. febrúar kl. 17:30 – 18:15 í Mjólkurbúinu í Grunnskólanum í Hveragerði.

Venjuleg aðalfundastörf. Allir foreldrar sem og iðkendur eru hvattir til að mæta. Vinnum saman að því að búa til öfluga sunddeild.

Hlökkum til að sjá ykkur sem allra flest.

Bestu kveðjur,

stjórn Sunddeildar Hamars.

Gleðilegt nýtt ár! Það eru væntanlega ófáir sem hafa strengt þess heit eftir konfektgraðk jólanna að huga að heilsunni, og því ekki úr vegi að kíkja í ræktina hér í heimabyggð.

Skráning í Laugasport og Hamarsport fer fram í gegnum Sportabler – Laugasport hér Hamarsport hér.

Hér má svo sjá verðskránna fyrir Laugasport –

Og hér er Hamarsport –

Stundaskrá Hamarsports má svo sjá hér –

Hlökkum til að sjá ykkur í ræktinni!

Íslandsmót öldunga í badminton fór fram í Strandgötunni í Hafnarfirði dagana 17. – 18. nóvember í samvinnu við Badmintonfélag Hafnarfjarðar. Spilað var í flokkum 35+ og uppúr í 15 greinum. Alls tóku 47 leikmenn þátt frá fimm félögum, TBR, BH, UMFA, KR og Hamri. Hamar átti einn fulltrúa að þessu sinni og náði Hrund Guðmundsdóttir í úrslit í tvenndarleik 35 – 49 A og tvíliðaleik 45 – 54 A. Hamar sendir vonandi fleiri meistara til að spila í þessu skemmtilega móti á næsta ári. Öll úrslit leikja og myndir má finna hér.

Njördur Ludvigsson TBR, Elsa Nielsen TBR, Hrund Guðmundsdóttir Hamar, Einar Óskarsson TBR
Elsa Nielsen TBR, Anna Lilja Sigurðardóttir BH, Hrund Guðmundsdóttir Hamar, Sigrún Marteinsdóttir TBR
Engin lýsing til