Félagið hefur að markmiði sínu að styðja við bakið á meistaraflokkum Hamars í körfuboltanum og tryggja þeim sem breiðast og best bakland þegar kemur að æfingum og keppni í íþróttinni.

Hægt er að ganga í félagið með útfyllingu á  umsóknarblaði og styrkja um leið félagið um vissa upphæð mánaðarlega en á móti kemur að félagsmenn í Stuðningsmannaklúbbnum fá frítt á heimaleiki Hamars.
Klúbburinn stuðlar að betri tengingu milli leikmanna, stjórnar og stuðningsmanna félagsins á ýmsa vegu.

Formaður Stuðningsmannaklúbbs Kkd. Hamars er Davíð Jóhann Davíðsson david@hbgrandi.is