Íslandsmót öldunga í badminton fór fram í Strandgötunni í Hafnarfirði dagana 17. – 18. nóvember í samvinnu við Badmintonfélag Hafnarfjarðar. Spilað var í flokkum 35+ og uppúr í 15 greinum. Alls tóku 47 leikmenn þátt frá fimm félögum, TBR, BH, UMFA, KR og Hamri. Hamar átti einn fulltrúa að þessu sinni og náði Hrund Guðmundsdóttir í úrslit í tvenndarleik 35 – 49 A og tvíliðaleik 45 – 54 A. Hamar sendir vonandi fleiri meistara til að spila í þessu skemmtilega móti á næsta ári. Öll úrslit leikja og myndir má finna hér.

Njördur Ludvigsson TBR, Elsa Nielsen TBR, Hrund Guðmundsdóttir Hamar, Einar Óskarsson TBR
Elsa Nielsen TBR, Anna Lilja Sigurðardóttir BH, Hrund Guðmundsdóttir Hamar, Sigrún Marteinsdóttir TBR
Engin lýsing til