Íslands- og bikarmeistarar Hamars í blaki karla, tóku á móti Aftureldingu í sínum fyrsta heimaleik á tímabilinu.
Hamarsmenn mættu vel stemmdir til leiks og áttu gestirnir afar erfitt uppdráttar í leiknum. Í öllum hrinum náði hamar forystu strax í upphafi og hélt henni út hrinuna. Fór svo að Hamar vann auðveldan sigur, 25-18, 25 – 14 og 25 – 20.
Maður leiksins: Hafsteinn Valdimarsson, fyrirliði Hamars
Stigahæstir: Wiktor Mielazarek og Jakub Madeij, Hamri og Sigþór Helgason, UMFA, allir með 11 stig.
Flestar blokkir:Hafsteinn Valdimarsson, Jakub Madej og Tomek Leik, Hamri, allir með 2 blokkir hver.

Hafsteinn Valdimarsson, maður leiksins

Karlalið Hamars í blaki tryggði sér í kvöld nafnbótina meistari meistaranna þegar liðið sigraði Aftureldingu í Meistarakeppni Blaksambandsins. Hamarsmenn, sem urðu bikar, deildar og Íslandsmeistarar á síðustu leiktíð unnu leikinn örugglega 3-0 (25-17, 25-20 og 25-20). Hamar samdi nýlega við alla lykilleikmenn síðustu leiktíðar og til viðbótar lék nýr leikmaður félagsins, Tomek Leik, sinn fyrsta leik með liðinu í kvöld. Hamarsmenn virðast koma vel undan sumri og ljóst að andstæðingarnir í vetur þurfa að hafa sig alla við ef þeir ætla að ná stigum af Hvergerðingum.