Hamarsmenn tóku í dag á móti Aftureldingu í 4. leik liðsins i Mizunodeild karla í blaki.
Fyrir leikinn hafði Hamar unnið alla þrjá leiki sína 3-0 og voru á toppi deildarinnar ásamt HK með fullt hús stiga og enga tapaða hrinu. Afturelding hafði leikið 2 leiki og unnið annan og tapað hinum 3-0.
Hamarsmenn byrjuðu vel og leit út fyrir auðveldan 3-0 sigur í dag. Fyrsta hrinan vannst auðveldlega 25-13 og önnur hrinan 25-17. Þá vaknaði lið Aftureldingar til lífsins og unnu þeir þriðju hrinu nokkuð örugglega 25-23. Þó litlu hafi munað á liðunum í lok hrinunnar þá var Afturelding með tök á henni allan tímann en Hamar klóraði í bakkann í lokin. Fjórða og síðasta hrina var nokkuð jöfn þó heimamenn hefðu frumkvæðið allan tímann. Að lokum vann Hamar hrinuna 25-20 og þar með leikinn 3-1 og er enn með fullt hús stiga. HK situr þó eitt á toppnum með jafn mörg stig en betra hrinuhlutfall þar sem HK hefur unnið alla leiki sína 3-0.
Maður leiksins (MVP) var Jakub Madej, kantsmassari Hamars.
Á meðfylgjandi myndum má sjá Mizunolið Hamars annar vegar og hinsvegar Jakub Madeij, mann leiksins, að smassa á mót Þrótti í upphafi leiktímabils.
Í haustbyrjun unnu Hamarsmenn báða sína leiki 3-0 en Fylkir hafði fyrir leikinn einungis spilað einn leik sem tapaðist 3-1.
Hamarsmenn mættu vel stemmdir til leiks og sáust merkilega góð tilþrif miðað við takmarkaða möguleika til æfinga undanfarnar vikur. Heimamenn unnu fyrstu hrinuna auðveldlega 25-13 en í annarri hrinu virtist sem Hamarsliðið tapaði einbeitingu og Fylkismenn fengu þónokkuð af stigum vegna mistaka heimamanna. Fylkismenn gegnu á lagið og komust m.a. yfir 16-15. Þá vöknuðu Hamarsmenn til lífsins og unnu hrinuna 25-18. Þriðja og síðasta hrinan var jöfn framan af og héngu Fylkismenn inn í leiknum fram í miðja hrinu en eftir það jókst bilið jafnt og þétt og brekka Fylkismanna orðin brött. Fór svo að Hamar vann hrinuna með 25 stigum gegn 17 og leikinn þar með 3-0.
Hamarsmenn sitja því á toppi deildarinnar ásamt HK en bæði lið hafa unnið alla þrjá leiki sína 3-0.Stigahæstur í liði Hamars var Jakub Madej með 16 stig en í liði Fylkis var Bjarki Benediktsson stigahæstur með 11 stig.
Leikið var fyrir tómu húsi en heimamenn bíða spenntir eftir að fá að leyfa Hvergerðingum hágæða blak milli þeirra bestu á landinu.