LOKSINS loksins er komið að því. Hafsteinn & Kristján Valdimarssynir, landsliðsmen í blaki munu bjóða upp á strandblaksnámskeið fyrir byrjendur og mögulega aðeins lengra komna í Hveragerði næsta miðvikudag 29.08.2020 frá kl.18.00 til 20.30! Lágmarksfjöldi er 8 manns og ekki mikið fleiri en 16. Verð er 3000 kr. á mann og greiðist á staðnum helst. Enginn pósi.
Þetta námskeið er opið öllum. ALLIR VELKOMNIR!
Skráning hjá Hafstein, netfangið hans er hafsteinnvaldimarsson@hotmail.com
Blakdeild Hamars hefur samið við hinn pólska Jakub Madej um að leika með karlaliði félagsins á komandi tímabili.
Hamar samdi nýverið við Damian Sapór, pólskan uppspilara, og bætir nú við sig öðrum pólskum leikmanni. Jakub er rúmlega tvítugur og hefur leikið í Póllandi og Þýskalandi. Hann er sterkur varnarlega og kemur til með að hjálpa liðinu gríðarlega í vörn og móttöku.
Móttaka og uppspil liðsins virðist nú vera í góðum höndum og þessir tveir leikmenn gætu því orðið mikill fengur fyrir Hamarsmenn sem ætla sér stóra hluti á sína fyrsta tímabili í efstu deild.
Heimamennirnir Hafsteinn og Kristján Valdimarssynir munu gefa liðinu kraft í sókn og hávörn svo sem Radoslaw Rybak og Hilmar Sigurjónsson. Radoslaw er einnig yfirþjálfari Hamars og er hann sá helsti sem er að velja leikmenn í leikmannahópinn félagsins en bæði stjórn og leikmenn ætla sér stóra hluti næsta vetur.
Hamar mun tefla fram þremur liðum í meistaraflokki í blaki á komandi leiktíð. Karlaliðum í úrvals-, og 1. deild og eitt kvennalið.
https://www.hamarsport.is/wordpress/wp-content/uploads/2024/04/Untitled-design-15.png00Barbara Meyerhttps://www.hamarsport.is/wordpress/wp-content/uploads/2024/04/Untitled-design-15.pngBarbara Meyer2020-07-21 00:07:102020-07-21 22:16:44Jakub Madej gengur til liðs við úrvalsdeildarliðið Hamars
Leikmannahópur nýliða Hamars í úrvalsdeildinni í blaki hefur nú styrkst til muna en félagið hefur gert samning við pólskan uppspilara, Damian Sąpór.
Damian er 29 ára og hefur spilað blak frá unga aldri og varð m.a. meistari ungmenna (U21) árið 2011 með liði sínu Czarni Radom. Damian hefur síðan spilað í 2. deild í Póllandi en blakhefðin þar er afar sterk og er styrkleiki deildarkeppninnar eftir því. Það verður því gaman að sjá hvernig Damian spjarar sig í úrvalsdeildinni hér heima á komandi leiktíð.
Úrvalsdeildarráð Hamars vinnur nú hörðum höndum að því að koma lokamynd á leikmannahóp félagsins fyrir næstu leiktíð. Áður er félagið búið að semja við þá Kristján og Hafstein Valdimarssyni, landsliðsmennÍslands í blaki, en frekari frétta er að vænta af leikmannamálum liðsins á næstu dögum.
https://www.hamarsport.is/wordpress/wp-content/uploads/2024/04/Untitled-design-15.png00Barbara Meyerhttps://www.hamarsport.is/wordpress/wp-content/uploads/2024/04/Untitled-design-15.pngBarbara Meyer2020-07-18 12:05:262020-07-18 12:16:13Nýliðar Hamars styrka liðið fyrir átökin í Mizunodeild karla