Körfuknattleikssamband Íslands hefur valið 35 manna æfingahópur í U16 landslið drengja. Verkefni þessa landsliðs verða tvö sumarið 2018 þar sem bæði verður sent lið til keppni á Evrópumót og Norðurlandamót. Einn Hamarsdrengur er í þessum hópi sem ætti að vera öðrum yngri flokka iðkenndum hjá körfuknattleiksdeild hvatning til að leggja hart að sér og setja markið hátt í körfuboltanum. 

Nú í sumar fóru tvær af okkar efnilegustu körfuknattleiksstúlkum í keppnisferð til Kaupmannahafnar með U15 ára landsliði Íslands. Þetta eru þær Gígja Marín Þorsteinsdóttir og Helga Sóley Heiðarsdóttir, að sjálfsögðu voru þær bæði sjálfum sér og ekki síður sínu íþróttafélagi til sóma og stóðu sig frábærlega að sögn landsliðsþjálfarans. Árangur stúlknanna er gott dæmi um hvaða árangri er hægt að ná með viljan og dugnaðinn að vopni.