Knattspyrnuskóli - Auglýsing

Hamarsmenn mættu toppliðinu ÍH á gervigrasinu í Úlfarársdal á fimmtudaginn. 5 fastamenn vantaði í lið Hamars og því var fyrirfram búist við erfiðu verkefni fyrir hið unga Hamars lið. Í fjarveru Ölla og Hlyns var Indriði fyrirliði. Hamars menn byrjuðu leikinn betur og var betra liðið í fyrri hálfleik. Varnarleikur liðsins var agaður og menn voru gríðarlega vinnusamir á meðan ÍH átti í erfiðleikum með að finna takt í sínum leik. ÍH menn brutu mikið af sér og það var einmitt eftir eina aukaspyrnuna sem fyrsta mark Hamars leit dagsins ljós þegar brotið var á Hemma en hann tók spyrnuna strax og sendi inn fyrir á Danna sem rendi honum fyrir markið á Loga sem skoraði af stuttu færi. Aðeins 3 mínutum síðar eða eftir 44 mínutur skorar Hamar gott mark eftir uppspil frá Stebba og Loga, sendir Stebbi boltann fyrir þar sem Danni skallar boltann inn af stuttu færi. Staðan 2 – 0 fyrir Hamar í hálfleik. Hamar byrjaði seinni hálfleikinn líkt og þann fyrri af aga og menn héldu áfram vinnuseminni og unnu vel fyrir hvorn annann. eftir 60 mín fengu Hamarsmenn vítaspyrnu þegar varnarmaður ÍH handlék knöttinn inni í teignum en markvörður ÍH varði slaka spyrnu Danna. Eftir 70 mín leik dæmir góður dómarin leiksins enn eina aukaspyrnuna á ÍH og setti Hemmi boltann á fjærstöng þar sem Logi kom manna fyrstu og setti boltann inn af stuttu færi. 3 – 0 sigur Hamarsmann staðreynd en sigurinn hefði hæglega getað orðið stærri þar sem menn fóru illa með nokkur góð færi.

Með sigrinum skilja 4 stig ÍH og Hamar af en Hamar á einn leik til góða þegar það fer austur á Hornafjörð um næstu helgi og spilar við Mána.

 

Byrjunarliðið

Nikki

Haffi – Fannar – Hákon – Indriði (f)

Máni – Stebbi – Logi

Frissi – Hemmi – Danni

Varamenn

Brynjar – Frissi

Hafsteinn – Stebbi

Diddi – Hemmi

Aron – Danni

Hamarsmenn tóku á móti Kóngunum í A-riðli 4. deildar í prýðilegu veðri á fimmtudagskvöldið. Fyrirfram var búist við léttum leik og öruggum sigri Hamars og var byrjunarlið Hamars og hópurinn í heild skipaður heimamönnum að mestu leyti. Annað kom á daginn í fyrri hálfleik og voru okkar menn ekki í takti við leikinn og kannski búist við að það væri eingöngu formsatriði á klára leikinn. Hamars menn komust í 1-0 með marki frá Danna sem átti heldur betur eftir að koma við sögu í leiknum og skora þrennu áður en yfir lyki. Kóngarnir jafna með marki úr vítaspyrnu þar sem varnarmistök valda þvi að markvörður Hamars er seinn í boltann og brýtur á sóknarmanni Kónganna og uppskar beint rautt spjald að launum. Klárt víti en aldrei undir neinum kringumstæðum rautt spjald. Ölli skellir sér hanskana og reynir fyrir sér í markinu öruggt víti sendi fyrirliðann í rangt horn. Fyrri hálfleikur hálfnaður og Ölli stóð vaktina í markinu fram að leikhléi. Ekkert gekk hjá Hamri í fyrri hálfleik en leikar stóðu 1-1 eftir dapran fyrri hálfleik. Ólafur Hlynur gerði fjórar breytingar í hálfleik og komu menn talsvert sprækari til baka í seinni hálfleik þar sem áhorfendur fengu að sjá brot af því sem í heimamönnum býr. Jói Snorra tók að sér markmannshlutverkið og Ölli fór aftur inn á miðjuna. Spilið batnaði með hverri mínútunni og eftir ca 60 mínútna leik var Danni aftur á ferðinni og staðan orðin 2-1. Sex mínútum síðar er Logi á ferðinni og leikur snyrtilega á tvo varnarmenn Kónganna og setur boltann glæsilega netið. Staðan 3-1 og Kóngarnir fallnir úr hásæti sínu. Danni fullkomnar svo þrennuna úr vítaspyrnu. Undir lok leiksins gerir svo Ölli stálheiðarlega tilraun til að stela klaufalegu sjálfsmarki markvarðar Kónganna en dómarinn sá í gegnum það og Ölli fékk markið ekki skráð á sig. 5-1 lokatölur þar sem Hamar var síst betri aðilinn í fyrri hálfleik en tóku sig svo taki og lönduðu öruggum sigri og þremur stigum í hús.

Hamar spilaði sinn annann leik á Íslandsmótinu gegn Létti s.l Fimmtudag á Hertz vellinum í Breiðholti. Hamar vann Stokkseyri 6 – 1 í fyrstu umferðinni en Léttir var að spila sinn fyrsta leik í mótinu. Léttir hafa unnið tvo leiki í bikarkeppninni og eru komnir í 32-liða úrslit þar sem þeir mæta ÍBV.  Hamar og Léttir mættust í æfingaleik í vetur sem Hamar vann 4 – 2.

Hamarsliðið var nokkuð breytt frá síðasta leik þar sem meiðsli og veikindi voru að hrjá leikmenn Hamars. Hamar byrjuðu leikinn ágætlega og voru mikið með boltann í byrjun liðs. Léttir láu til baka og voru þéttir fyrir. Hamarsmönnum gékk erfilega að komast í opin marktækifæri í fyrri hálfleik en fengu fullt af hornspynum og aukaspyrnum sem þeir náðu ekki að nýta fyrren á 35. mínútu. Þá tók Jorge aukaspyrnu frá hægri og skrúfaði hann að marki Léttis, boltinn hrökk af varnarmanni Léttis og inn í markið. Eftir þetta komust Léttir meira inn í leikinn en staðan í hálfleik var 1-0 fyrir Léttir. Í seinni hálfleik voru Léttir betri aðilinn, þeir komu með liðið sitt ofar á völlinn og höfðu stjórn á leiknum. Á 63. mínútu fengu svo Léttir vítaspyrnu sem þeir skoruðu úr. Staðan var jöfn og var hart barist um allann völl. Hamarsmenn voru komnir meira inn í leikinn og áttu að fá vítaspyrnu þar sem Ómar var tæklaður niður af markmanni Léttis en ágætur dómari leiksins dæmdi ekki neitt. Á 87.mínútu skoruðu svo Léttir mark eftir misskilning í vörn Hamars. Eftir þetta reyndu Hamarsmenn eins og þeir gátu að jafna leikinn en það gekk ekki og lokatölur voru 2 – 1 fyrir Léttir. Grátlegt tap á síðustu mínútum leiksins. Hamarsmenn áttu ekki sinn besta dag en þeir eru staðráðnir í því að bæta sinn leik fyrir næsta leik sem er gegn Árborg á heimavelli.

24 - Jorge

Jorge skoraði mark Hamars í leiknum.

Byrjunarlið Hamars

Markvörður: Hlynur Kára

Varnarmenn: Helgi – Hákon – Fannar – Tómas.

Miðjumenn: Ölli – Jorge – Hans Sævarsson

Kantmenn: Frissi – Logi

Framherji: Hermann:

Skiptingar:

46. mín: Hermann (ÚT) – Stefán (INN)

58. mín: Hans (ÚT) – Ómar (INN)

62. mín: Hákon (ÚT) – Indriði (INN)

82. mín: Jorge (ÚT) – Hafsteinn (INN)

89. mín: Fannar (ÚT) – Diddi (INN)

Ónotaðir varamenn:

Jói Snorra og Ásgeir.

Næsti leikur Hamars er gegn 10. Júní gegn Árborg á Grýluvelli. Vonandi munum við sjá jafnmarga á vellinum líkt og á siðasta heimaleik okkar.

ÁFRAM HAMAR!