Hreyfivikan (Move Week) hófst í dag og stendur til 5. október. Mikil og góð þátttaka er um allt land og dagskrá víðs vegar glæsileg og metnaðarfull í alla staði. Markmið Hreyfivikunnar er að kynna kosti þess að taka virkan þátt í íþróttum og hreyfingu sér til heilsubótar. Allar nánari upplýsingar um Hreyfiviku (Move Week) er að finna á http://www.iceland.moveweek.eu/

Íþróttafélagið Hamar ásamt Hveragerðisbæ tekur þátt í Hreyfivikunni, í enda vikunnar, föstudag, verður svo fjölskylduhátíð í Hamarshöll frá klukkan 16:30 til 18:30. Ingó Veðurguð kemur í heimsókn og skemmtir og boðið verður uppá allskyns íþróttir og stuði!

Dagskrá Hreyfivikunnar í Hveragerði er að finna hér að neðan :

Dagskrá í Hveragerði:

Mánudagur 29/9 – Hjóladagur

  • Hjólum í skólann og vinnuna, munum að hafa hjálm
  • Ratleikur um bæinn, opinn alla vikuna, upplýsingar í Sundlauginni Laugaskarði og í grunnskólanum.
  • Heilsustofnun býður öllum að koma í göngu kl. 11 ganga 2, hressileg ganga á jafnsléttu í ca 40 min , ganga 3 er fyrir lengra komna, oft meðfram Reykjafjalli, eða upp með Varmá, ca 50 min.

Þriðjudagur 30/9 – Göngudagur

  • Göngum í skólann og vinnuna
  • Eldri borgara ganga frá Þorlákssetri kl. 10:00.
  • Heilsustofnun býður öllum að koma í göngu kl. 11 ganga 2, hressileg ganga á jafnsléttu í ca 40 min , ganga 3 er fyrir lengra komna, oft meðfram Reykjafjalli, eða upp með Varmá, ca 50 min.
  • Gönguhópur kl. 16:30, lagt af stað frá Sundlauginni Laugaskarði.
  • Skokkhópur kl. 17:30, lagt af stað frá Sundlauginni Laugaskarði.

Miðvikudagur 1/10 – Sund- og leikjadagur

  • Frítt í sund fyrir alla sem synda 200 m +, vatnsleikfimi kl. 17:30
  • Heilsustofnun býður öllum að koma í göngu kl. 11 ganga 2, hressileg ganga á jafnsléttu í ca 40 min , ganga 3 er fyrir lengra komna, oft meðfram Reykjafjalli, eða upp með Varmá, ca 50 min.
  • Útileikir í skrúðgarðinum í umsjón félagsmiðstöðvar kl. 16:30 og kl. 19:30. Foreldrar sérstaklega velkomnir með krökkunum.
  • Brennó í Hamarshöll kl. 19 – 21.

Fimmtudagur 2/10 – Hreyfidagur

  • Stöndum upp úr stólunum í vinnunni/skólanum í dag og gerum léttar æfingar einu sinni á hverri klukkustund, sjá * æfingasafn á heimasíðu bæjarins www.hveragerdi.is .
  • Heilsustofnun býður öllum að koma í göngu kl. 11 ganga 2, hressileg ganga á jafnsléttu í ca 40 min , ganga 3 er fyrir lengra komna, oft meðfram Reykjafjalli, eða upp með Varmá, ca 50 min.

Föstudagur 3/10 – Fjölskylduhátíð með Ingó

  • Golf, boccia o.fl. fyrir eldri borgara í Hamarshöll kl. 10.
  • Heilsustofnun býður öllum að koma í göngu kl. 11 ganga 2, hressileg ganga á jafnsléttu í ca 40 min , ganga 3 er fyrir lengra komna, oft meðfram Reykjafjalli, eða upp með Varmá, ca 50 min.
  • Fjölskylduhátíð í Hamarshöll kl. 16:30 – 18:30 í umsjón íþróttafélagsins Hamars. Ingó kemur í heimsókn og skemmtir.

Laugardagur 4/10, Fjölskyldan saman

  • Wibit þrautabrautin fyrir alla spræka í sundlauginni.
  • Hamarshöll opin frá kl. 13 – 15 fyrir fjölskylduna
  • Fjölskyldan saman í fjallgöngu, göngu- eða hjólatúr.

Sunnudagur 5/10, Fjölskyldan saman

  • Wibit þrautabrautin fyrir alla spræka í sundlauginni.
  • Fjölskyldan saman í fjallgöngu, göngu- eða hjólatúr.
  • Fjölskyldubadminton í Hamarshöll frá kl. 11 – 13.

Grunnskólinn verður með árgangagöngur þessa viku og leikskólarnir munu auka hreyfingu þessar viku. Heilsustofnun NLFÍ verður með opna tíma sem verða kynntir hér á heimasíðunni síðar.

Hamarsstrákarnir tóku þátt í Greifamótinu á Akureyri um helgina en auk okkar drengja tóku þátt fyrstu deildar liðin Höttur og heimamennirnir í Þór.

Á föstudagskvöldið mættu strákarnir Hetti og voru þeir eitthvað seinir í gang eftir bílferðina norður. Hattarmenn leiddu til að byrja með en um miðbik annars leikhluta tóku Hamarsmenn góðan sprett og leiddu 39-32 í hálfleik. Í seinni hálfleik var bara eitt lið á vellinum og lönduðu okkar strákar góðum 87-64 sigri. Bandaríkjamaðurinn Julian Nelson spilaði sinn fyrsta leik fyrir félagði í þessum leik og komst vel frá sínu, enda ekki búin að ná einni æfingu með liðunu þar sem hann kom til landsins á föstudagsmorgun. Stigahæstir í leiknum voru Þorsteinn Gunnlaugsson 16 stig og örugglega vel yfir 15 fráköst þó ekki hafi verið tekið statt, varafyrirliðinn Snorri Þorvaldsson 15 stig og Bjarni Rúnar Lárussson 14 stig en hann er að koma aftur inn eftir meiðsli.

Á laugardeginum mættu Hamarsmenn heimamönnum í Þór og aftur voru okkar drengir seinir í gang en voru þó níu stigum yfir í hálfelik 40-31. Ari þjálfari hefur eitthvað sagt gott við strákana í hálfleik því þeir gjörsamlega kjöldrógu heimamenn í seinni hálfleik en Hamar vann seinni hálfleikinn 52-17 og leikinn 92-54. Stighæstir í þessum leik voru Julian Nelson 22 stig, fyrirliðinn Halldór Gunnar Jónsson 21 stig öll í seinni hálfleik og Kristinn Ólafsson setti 15 stig og barðist mjög vel.

Allir níu leikmenn liðsins sem fóru á mótið fengu að spila og komust vel frá sínu og það sýnir breiddina í liðinu að þrír stigahæstumennirnir eru ekki þeir sömu í þessum tveimur leikjum.

Óskum strákunum til hamingju með sigurinn á Greifamótinu og nú halda þeir undirbúning sínum áfram en rúmar þrjár vikur eru í að Íslandsmótið byrji.

ÁFRAM HAMAR!

KKd. Hamars hefur samið við Bandaríkjamanninn Julian Nelson. Nelson kemur úr Coker Háskólanum og getur spilað nokkrar stöður á vellinum og er sagður mikill skorari. Bundnar eru miklar vonir við kappann sem lendir á klakanum næstkomandi föstudag.

Hann var í byrjunarliði Coker Háskólans alla 28 leikina á síðustu leiktíð og var með 19 stig að meðaltali í leik. Hann skoraði 20 stig eða meira í 16 af þessum 28 leikjum og er fjórði stigahæsti leikmaðurinn í sögu Coker Háskólans. Smá svona til gamans fyrir þá sem hafa áhuga á tölfræði þættinum.

Fyrsti leikur Nelson verður væntalega strax á föstudagskvöld en Hamrsstrákarnir eru á leið norður á Greifamótið og spila þar þrjá leiki um næstu helgi. Fyrsti leikur í Íslandsmótinu verður svo 10. október á mót Val á Hlíðarenda.