Bjarndís Helga Blöndal hefur verið útnefnd sem badmintonmaður Hamars árið 2009.

Bjarndís Helga hefur æft badminton um nokkurra ára skeið og hefur stundað æfingarnar mjög reglulega og verið einstaklega iðin á æfingunum og lagt mikið á sig til að ná árangri.

Bjarndís Helga er einstaklega prúður leikmaður, hvort heldur er innan vallar eða utan. Leikmaður sem hefur einstaklega gaman af sinni íþrótt.

Bjarndís Helga er leikmaður sem kann að taka ósigri jafnt sem sigri af sannri íþróttamennsku.

Bjarndís Helga hefur tekið mjög miklum framförum í íþróttagrein sinni og verið mjög sigursæl á undanförnum árum og þá sérstaklega á síðastliðnum tveimur árum. Byggt upp metnað og lagt sig alla fram í þeim mótum sem hún hefur tekið þátt í.

Bjarndís Helga var útnefnd sem badmintonmaður Hveragerðis og  badmintonmaður HSK árið 2009 og hefur verið að æfa með unglingalandsliðinu ásamt félögum sínum.

Bjarndís Helga er fyrirmyndaríþróttamaður og er einstaklega vel að titlinum komin, sem badmintonmaður Hamars  árið 2009.