Þriðjudaginn 29. des. kl 10-14, var hóað til fjölskyldumóts í badminton. Hittust ungir sem aldnir í íþróttahúsinu og skemmtu sér konunglega við keppni og leik. Upphafsmenn að skemmtuninni voru Hallgrímur Óskarsson og Ragnheiður Eiríksdóttir og eiga þau heiður skilinn fyrir skemmtilega uppákomu.